Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 24

Réttur - 01.05.1933, Page 24
istaflokknum. Því J. J. er einmitt sá erindreki auð- valdsins á Islandi, sem beinlínis hefir boðið hverj- um kommúnistanum á fætur öðrum upp á það að fá gott kaup og stórbætt lífskjör, — ef hann hætti að berjast fyrir kommúnismanum, — og jafnframt er J. J. sá, sem harðvítugast hefir ofsótt þá þeirra, sem reyndust stefnunni trúir. í kommúnistaflokk Islands vinnur ekki einn ein- asti maður lapnaður af flokknum. Ritstjórar blað- anna og aðrir starfsmenn flokksins fá ekki einn ein- asta eyrir fyrir starf sitt. Þeir menn, sem ferðast um fyrir flokkinn, verða sjálfir að kosta ferðir sínar með fyrirlestrahöldum. En ýtrustu samhjálp er beitt til þess að gera þessum félögum samt kleyft að lifa. J. J. hefði mátt minnast orða Kropotkins í „Mutual Aid“ — bókinni, sem Benedikt á Auðnum vafalaust hefir kennt honum að meta, þótt hann nú hafi glatað mannúð hennar og mannskilningi, sem fleiru. Þar stendur: „Sérhver reyndur stjórnmálamaður veit, að allar miklar stjórnmálahreyfingar hafa haft stórkostleg, oft á tíðum fjarlæg markmið og öflug- ustu hreyfingarnar voru sífelt þær, sem vöktu óeig- ingjarnastan eldmóðinn. Allar miklar sögulegar stefnur hafa haft þetta einkenni og hvað vorn tíma snertir, þá er þessu þannig varið með sósíalismann. „Launaðir æsingamenn", er vafalaust viðkvæði þeirra, sem ekkert þekkja til stefnunnar.“ — Og svo lýsir Kropotkin þeim ósigrandi hetjuskap fjöldans, sem skapar og útbreiðir sosialismann — og við þann lestur mætti J. J. minnast slíkra hetja hér á landi, sem hann hefir verið með í að ofsækja sökum baráttu þeirra fyrir kommúnismanum. Hann mætti t. d. minnast síns forna sveitunga og samherja Ás- kells Snorrasonar, sem Framsóknarhöfðingjarnir hafa hrakið, jafnvel úr lægst launuðu stöðum við barnaskóla Akureyrar, bara sökum baráttu hans. 88

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.