Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 43

Réttur - 01.05.1933, Page 43
tóku starfslaun sín með tvennum hætti: hjá Hitlers- broddunum annars vegar, fyrir hvern myrtan verka- mann, og hjá kærustum sínum hins vegar, fyrir sér- hvern karlmann, sem þær höfðu heim með sér. Þegar Heger hafði drepið Wessel, lýstu nazistarnir yfir því, ■að þessi stormsveitarmaður, skáld og friðill, hefði fall- ið sem fórnarlamb glæpsamlegrar árásar fyrir hendi kommúnista. Peninga og vélbyssur, fána og baráttusöngva — allt þetta höfðu þeir þegar öðlazt. Það eina, sem þá vant- aði, var reglulegur dýrlingur á þeirra vísu. í daunillri glæpamannaknæpu, í tóbakssvælu, innan um öskur og ropa, var Horst Wessel hátíðlega tekinn í dýrlinga tölu. Og þeir lögðu á gröf hans — ekki sokkaböndin hennar Lutzi — heldur hakakrossprýdda laufsveiga. Sérhver dýrlingur á sér sína helgisögu. Til allrar ógæfu kunni Hitlerfólkið ekki að skrifa. Þeir voru fyr- ir löngu búnir að hafa skipti á skólaritföngum sínum og hvellbyssum, boxhönzkum, morfínsprautum, morð- kutum. Nú voru þeir þegar búnir að fá sér hermanna- skammbyssur. Þeir skrifuðu á veggina: „Dauði yfir Júðana!“ En jafnvel í þessari einföldu setningu, tókst þeim að gera ritvillur. Það varð að finna almennilegan rithöfund. Þá lét Adolf Hitler kalla til sín Hans Heinz Ewers. — Klámsöguhöfundurinn verður að helgisagnaritara. Ewers hafði aldrei fengizt við stjórnmál. Honum hafði, alveg eins og Wessel, tekizt að gera ástina að verzlunarvöru. Raunar hafði hann aldrei hætt sér niður í undirdjúpin við Alexanderplatz. Aðrir voru ,,nationalistar“ eða ,,sósíalistar“. Ewers stærði sig af titlinum ,,satanisti“. Hann var höfundur skáldsögunnar ,,Blóðsugan“. Söguhetjan þar er fyrirrennari „Adolfs hins fagra“. Hann starfar í Ameríku að sigri stóra Þýzkalands. Þar hittir hann unga Gyðingastúlku, og það takast 107

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.