Réttur - 01.05.1933, Page 61
,'skifti að blekkja fátækari bændur til fylgis við ,,um-
bótaflokkinn“, sem hrópar hæst um glópsku byll-
ingamannanna, en hefir sannað í verkinu, að allar
ræður hans um bætt kjör alþýðu manna í sveitum
eru ýmist blekkingar eða skýjaborgir reistar af þeim
einfeldningum, sem trúa í blindni á samvinnu-,,hug-
;sjónina“ sem lausn á vandamálum þjóðfélagsins.
Verklýðsþing Evrópu
gegn fasismanum.
Verklýðsþingið gegn fasismanum var haldið í Par-
ís 4.—6. júní, eftir að áður var búið að banna það í
Prag og banna, öll fundahöld í sambandi við það í
Kaupmannahöfn. 3000 fulltrúar, kosnir af yfir 3
miljónum kúgaðra og ofsóttra manna, og yfir 1000
gestir sóttu þingið. Verkalýður Parísar fagnaði þeim
með geysilegum fjöldafundum. Á þinginu ríkti ó-
lýsanlegur eldmóður og náði hann hámarki sínu, er
fagnað var 80 þýzku verkamönnunum, sem brotist
höfðu gegn um allar hættur til að flytja verkalýð
allra landa boðskapinn um hetjubaráttu þýzku bylt-
ingamannanna gegn ógnarstjórn Hitlers.
200 meðlimir sosialdemokratiskra flokka sátu
þingið sem fulltrúar í banni II. Internationale og
gáfu þeir út sérstakt ávarp til sosialdemokratiskra
verkamanna um að mynda 'samfylkingu gegn fasism-
anum þrátt fyrir kratabroddana.
Ræður héldu á þinginu, Henri Barbusse, Múller
(Þýzkaland), Doiúot, Cachen (ritstjóri L’Humanité)
•o. fl. Fulltrúar lýðveldisflokks Ítalíu og Maximalist-
iska Sosialistiskaflokksins ítalska gáfu yfirlýsingar
um að þeirra flokkar fylgdu þinginu og ákvörðun-
125