Réttur


Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 18

Réttur - 01.05.1933, Blaðsíða 18
þá finnst mér nú lítið legg-jast fyrir kappann, er hann leggur grundvöllinn að þeim samanburði. J. J. þakkar „sam:vinnunni“ svo að segja allt, sem gert hafi verið til umbóta og framfara í sveitum á síðustu 2 mannsöldrum (bls. 61). Steinhúsin — mið- stöðvar — rafmagn — sláttuvélar — bílar — síma- stöðvar — útvarp — allt er samvinnunni að þakka! Allt, sem einkennir vélamenningu nútímans, — þetta stórvirki, sem var auðvaldsins sögulegt hlutverk að framkvæma, — það reynir J. J. einmitt að þakka sam- vinnunni. En það, að steinhúsin — miðstöðvarnar — rafmagn etc. eru að setja hvern bóndann eftir annan á höfuðið — hverjum er það að þakka, hr. J. J.? En það, að einmitt sá hluti bændanna, sem helzt þurfa á sláttuvélum að halda — fá þær ekki — hverjum er það að þakka, hr. J. J.? Og að bændurnir neita sér um á- burðinn nú; árið 1933 — hverjum er það að þakka, hr. J. J.? Hinar stórstígu vélrænu framfarir á íslandi eru ekki nein einkenni samvinnunnar sem slíkrar — þær eru einkenni og fylgjur auðvaldsþróunarinnar með öllum hennar kostum og misfellum, — og það, að þessar framfarir nú stöðvast, að hrun vofir yfir landbúnað- inum hér sem annars staðar í auðvaldsheiminum, það stafar einmitt af því, að framleiðsluskipulag auðvalds- ins er orðið fjötur á þessum geysilegu framleiðsluöfl- um, sem það sjálft hefir þroskað, — fjötur, sem verður að sprengja, og búið er að sprengja í Sovétríkjunum. Þegar J. J. hinsvegar hættir að gylla „samvinnuna“ sína með stolnum fjöðrum, og fer að telja upp afrek hennar á því sviðinu, sem hún sérstaklega á að vinna á, þá slær frekar út í fyrir honum. „í skjóli samvinnufélaganna hefir vaxið upp sam- vinnuflokkur á Alþingi, sem haft hefir forgöngu um nálega öll umbótamál landsins, síðan hann tók til starfa“. Já, hr. J. J. Hvernig fór þessi flokkur með eitt 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.