Réttur - 01.09.1940, Síða 1
r
RÉTTUR
XXV. ÁRGANGUR. SEPT.—DES. 1940. 2. HEFTI
f Hlððver Sígurðsson:
Hín menníngarlega
stéttabarátfa
I.
Fyrir tæpum þremur árum var ég staddur á þingi
ungmennafélaga. Þar var þá fram borin tillaga þess
efnis, aö skora á ungmennafélögin, aö vinna að viö-
gangi Máls og menningar. Tillaga þessi fékk góðar
undirtektir, enda flutt af þremur áhrifamönnum U.
M, F., sem stóöu hver í sínum stjórnmálaflokki.
Þó voru þarna menn, sem vísa vildu tillögu þess-
, ari frá meö þeim forsendum aö Mál og menning ætti
að vera vopn í hendi alþýðunnar í stéttabaráttunni.
En þegar bent var á að' þaö vopn'væri aukin menn-
ing alþýöunnar, féllu þær röksemdir niður og tillag-
an var samþykkt í einu hljóði.
Þótt þetta atvik viröist e. t. v. ekki merkilegt fljótt
á litiö hefur þaö orðiö mér minnisstætt. Þó voru
þarna engar æsingar eða skörp átök, en aöeins róleg
og einörö rökræöa. En þetta atvik er glöggt einkenni
þeirrar takmörkuðu þekkingar og einhliða skilnings,
sem fjöldi manna hefur á stéttarbaráttu.
Það vildi nú einmitt svo einkennilega til, að fyrr-
nefndir tortryggjendur Máls og menningar höfðu
tekið mjög virkan þátt í menningarbaráttu stéttar
sinnar, en skorti samúö meö hagsmunabaráttu verka-
t
89