Réttur


Réttur - 01.09.1940, Síða 2

Réttur - 01.09.1940, Síða 2
lýösins og skilning á sambandi menningarlegrar og hagsmunalegrar baráttu alþýöunnar. Eg vil nú leitast við aö sýna fram á, aö menning- arbaráttan sé og hafi jafnan veriö stéttarbarátta og aö stéttarbarátta, sem vantar menningarlegt takmark og innihald sé ekki mikils viröi og skulum viö þá fyrst gera oss ljósar tvær staöreyndir: í fyrsta lagi eru þaö fátækar og kúgaöar stéttir, sem veröa aö fara á mis menntunar og heyja baráttu fyrir henni, svo sem öðrum réttindum. — Efnaðar og voldugar stéttir geta aö vísu veriö menningarsnauðar, en þá skortir þær menningarviöleitni en ekki hin ytri skil- yröi menntunar og er þar því ekki um menningar- baráttu aö ræða. — í ööru lagi er frelsis- og hagsmunabarátta fátækra og kúgaðra stétta fyrst og fremst menningarmál, þar sem engin ómenning er jafnmikil í vorum auöuga heimi, sem örbirgö og kúgun, og takmark hagsmuna- baráttu fátæku stéttanna er aö þær öðlist skilyröi til auöugs menningarlífs og menntun þeirra og siögæði einu sigursælu vopnin í þeirri baráttu. Það er því menningin ein, sem tryggir sigur 'Og helgar takmark stéttabaráttunnar. Þetta er ■cngum betur ljóst en sjálfum andstæöing- um verkalýðsins. Þessvegna eru það líka sömu menn- irnir og sömu öflin, sem vinna gegn bættum hag og aukinni menntun alþýðunnar, og höfum vér þar mörg dæmi deginum Ijósari. Þessi menningarfjand- skapur birtist oft einna gleggst í óvild til barnafræðsl- unnar, sem er sú eina menntun, sem allar stéttir hafa svipuö skilyröi til að njóta. Þá hefur hann og birzt í andúö gegn menningarsamtökum æskulýösins, svo sem ungmennafélögunum og bókmenntasamtökum alþýðunnar, sem skýrast he'fur komið fram hér í fjandskap til Máls og menningar. Er skammt aö minnast þess aö ísl. stjórnmálamaður kvað þá, er 90

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.