Réttur


Réttur - 01.09.1940, Side 3

Réttur - 01.09.1940, Side 3
Mut eiga í stofnun þess vinna a'ö því aó koma arfi þjóðarmnar til rangra erfingja, M. ö. o. íslenzk al- þýöa er ekki réttur erfingi menningarinnar, og má þetta heita óvenju opinská játning. En þetta er hvorki í fyrsta né síöasta skipti, sem þessi maður lætur frá sér fara opinskáar játningar, sem mikið má af læra, einkum fyrir það, hve dásam- legt sambland þær eru af viti og vitleysu og get ég ekki stillt mig um að nefna eina, sem nýlega er fram komin. Þar heldur hann því fram, að J. Stalin, sem hann telur gefa út Þjóðviljann, hafi reist um hann ferfald- an varnarmúr — einskonar Mannerheimlínu. — Er innsti hringurinn Bókaútgáfan Heimskringla, þá Mál og menning og Arfur íslendinga og yzt bókaút- gáfufélagiö “Landnáma”, sem hyggst að gefa út lúx- usútgáfur af verkum Gunnars Gunnarssonar og fleiri íslenzkra höfunda. Þótt mér viröist hér of lítiö gert úr íslenzkum menntamönnum og bókaútgefendum, ef allai' beztu bækumar, sem út koma á íslenzku skulu þakkaöar Qtalin, þá er þó ekki svo lítið sannleikskorn í þessu, sannleikur, sem höfundur reynir aö fela í fjarstæðu vaöli. Því betri sem bókakostur ísl. alþýöu ev og því meiri sem menntun hennar- er, því móttækilegri er hún fyrir sósíalisma og því hæfari er hún aö berjast fyrir rétti sínum, Þaö er því alls ekki “Landnáma”, sem myndar yzta hringinn, heldur bækur þær, sem notaðar eru til þess aö kenna börnum lestur, s. s. Gagn pg gaman eftir ísak Jónsson og Helga Elíasson og Litla gula hænan eftir Steingrím Arason, og væri því rökrétt að álykta eftir því sem fyr er sagt, að Stalin stjórnaöi Ríkisútgáfu námsbóka á íslandi. Nú er mér sem ég heyri menn andmæla mér meö þeirri fullyröingu, aö þaö sé einmitt memitunarlaus og sið- laus tötralýður, sem hægast sé að æsa upp til bylt-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.