Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 4

Réttur - 01.09.1940, Page 4
inga og vitni jafnvel í rússnesku byltinguna 1917. Viö nánari athugun sést að hér er um mjög grunnfæra hugsun að ræða. Ómenntaður lýður getur gert upp- * reisn, en ekki byltingu. Forustu rússnesku byltingar- innar höfðu menn, sem stóðu mjög hátt í menningu og siðgæöi og þótt rússneska alþýðan væri siðlaus og , ómenntuð, átti hún í höggi við yfirstétt, sem var stór- um siðspilltari, enda er sú bylting ekki fullkomnuð enn, og verður ekki fyrr en með fullkominni mennt- un rússneskrar alþýðu. v II. Af framanrituðu mætti nú álykta, að það væri að- eins áhugamál sósíalista og annarra þeirra, sem tengdir eru hagsmunabaráttu alþýðunnar, að færa út svið menningarinnar. Menning er þroskun mannsins. Menning framtíð- arinnar á að vera vald mannanna yfir náttúrunni og réttlæti í skiptum þeirra hver við annan, eöa meö öðrum orðum þekking og siðgæði. En þessu tak- marki vilja flestir óspilltir menn stefna að, og marg- ur maður, sem skortir skilning á lögmálum þjóðfé- t lagsins og getur því ekki orðið sósialisti vinnur mik- ið verk í þágu menningarinnar. Það er þvi augljóst mál að verkalýðsforinginn og menntafrömuðurinn eru verkamenn í sama víngarði, þótt þeim hætti á ’ stundum til að gleyma því og jafnvel að líta hvor á annan sem andstæðing. Eg vil nú til samanburðar tilfæra hér orð tveggja manna, sem hvor um sig eru meðal mestu stórmenna þjóðar sinnar ,en viröast annars fljótt á litið órafjar- lægir um margt. Annar þeirra er íslenzkur mennta- maður. Aðalsmaður mannvits og hjartagöfgi. Æfi sinni hefur hann varið til að mennta íslenzka alþýöu og mun honum hafa orðið meira ágengt en flestum « ef ekki öllum samtíðarmönnum hans, Maðurinn él' Magnús Helgason fyrv. skólastjóri. 92 »

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.