Réttur - 01.09.1940, Side 6
um troði hvert annað. Einstöku mannvinir aurnkv-
uöust yfir alþýðuna og reyndu að bæta hag hennar,
en komust brátt að raun um að það var engin leið til *
þess önnur, en að mennta hana betur og uppfræða
hana og sið'abæta, göfga og lyfta hugsunarhætti
hennar og byrja á börnunum”. Síðan heldur hann «
áfram og lýsir því hvernig yfirstéttirnar hafi jafnan
litið óhýrum augum á þessa viðleitni um alþýöu-
menntun, — Samanber Skólaræður og önnur erindi
bls. 149—150. — Hér hlýtur oss að skiljast hvernig
menntamenn og mannvinir eiga samleið með sósíal-
istum.
III.
Svo óljóst, sem mörgum er samband hinnar menn-
ingarlegu og hagsmunalegu baráttu virðist þó við-
horf verkalýðsins til siðgæðis og borgaralegra dyggða
einatt öllu óljósara, en vér höfum áður komist að
þeirri niðurstööu, að annar aðal þáttur menningar-
innar sé siðgæðið. Því er oft haldið fram að sósíalist-
ar grafi undan öllu siðgæði og berjist gegn öllu því.
sem kallað er borgaralegar dyggðir, og því má ekki »
gleyma að sumir þeir, sem kalla sig sósíalista hafa
gefið hér nokkurt tilefni. Vér, sem komnir erum um
þrítugt eða meira, munum raunar eftir þeirri rök-
semd, að sósíalisminn sé að vísu fyrirmyndarskipu-
lag, en aö mennirnir séu ekki ennþá nógu þroskaW-
ir og dyggðugir til þess að hann fái staðizt. Þetta var
nú auðvitað ekki sigurvænleg röksemd gegn sósíal-
isma, enda heyrist hún nú ekki framar. En vér skul-
um athuga hvaða hugsun felst í henni og hvaða
sannleik hún kann að hafa að geyma. Hugsunin virð-
ist mér hljóta aö vera þessi: Grundvöllur sósíalism-
ans er þroski og siögæði, en grundvöllur kapítalism-
ans hið gagnstæða. En þá hlýtur aukin menning aö f
leggja grundvöllinn að sósíalismanum. Sé þetta hins
vegar rétt, hlýtur það skipulag, sem reist er á þroska
94