Réttur


Réttur - 01.09.1940, Síða 7

Réttur - 01.09.1940, Síða 7
og siðgæði að vera færara hinu um að fóstra menn- inguna. Og þó að allir þeir, sem lifa við auðvalds- skipulag eða á einhvern annan hátt styðja það séu ekki verri menn og siðspilltari, mun hitt sannast mál aö samvirkt þjóðfélag verður að gjöra hærri siðferöi- legar kröfur til þegna sinna, en auðvaldsþjóðfélag. Og þaö er brýnasta nauðsyn alþýðunnar í réttinda- baráttu sinni að gera Strangar siðgæðiskröfur til sín og foringja sinna. í fyrsta lagi er réttur alþýðunn- ar til þess að taka völdin af yfirstéttinni einkan- lega byggður á siðferðilegum yfirburðum starfstétt- arinnar, sem er fyrst og fremst í því fólginn aö leggja grundvöll allrar þjóðfélagsbyggingarinnar með nytja- starfi, gagnstætt starfslausum eyðslustéttum, sem lifa sem afætur á þjóðarbúskapnum. Þótt alþýðan sé ekki ábirg fyrir þeirri ómenningu og löstum, sem eru óhjákvæmileg afleiðing örbirgðarinnar, veröur hún aö varast að apa eftir ódyggðir yfirstéttanna eða gæla við sínar eigin, vilji hún ekki selja frumburö- arrétt sinn til yfirráða í þjóðfélaginu. í öðru lagi eru siðferöilega veilir menn alltaf ónýtir liðsmenn og ennþá verri foringjar í.hverskyns baráttu sem er, eigi sízt þar sem undanhald og sala sannfæringar er viss- astur vegur til fjár og frama. Nautnasjúkur og siö- spilltur verkalýðsforingi lýkur alltaf æfi sinni sem fjandmaður verkalýðsins og er því hættulegri, sem hann er betur búinn að gáfum og lærdómi. Fyrsta skylda verkalýðsins er því aö prófa siöferöilegan styrk foringja sinna. Hann má aldrei leggja vanda- mál sín í hendur óoröheldinna glæframanna og vár- ast skyldi hann að fela þeim trúnaðarstörf, sem svifta sjálfa sig og aöra viti meö áfengisnautn, enda er fátt sem fljótar vinnur á siðférðilegu þreki rnamia. Þeir sem vinna að því aö brjóta niður siöferöilegan styrk alþýðunnar eru verstu fjandmenn hennar hvar í flokki sem þeir standa. 95

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.