Réttur


Réttur - 01.09.1940, Síða 12

Réttur - 01.09.1940, Síða 12
ar um árásarstríð gegn Sovétríkjunum komust í rauninni aldrei á stig raunhæfs stríösundirbúnings. Nú getur ríki, sem vígbýst einungis til landvama, mjög vel miöað allan sinn vígbúnaö viö sóknarstríö, því aö enn eru í gildi orð Friedrichs Engels, að sókn- in sé bezta vörnin. Dæmi þessa eru Sovétrikin. Ríki, sem vígbýst eingöngu í landvarnaskyni, getur líka verið framfarasinnað og nútímanum samkvæmt í vígbúnaöi sínum og hernaðaráætlunum, jafnvel fremra árásarríkjunum, og eru Sovétríkin enn dæmi um þetta. En til þess aö ríki fremji þaö ógurlega átak, sem slíkur vígbúnaöur kostar, verður þaö aö vera umsetið af óvinum á allar hliðar og geta sagt þaö fyrir með öruggri vissu, aö nema það gerist ósigr- andi, muni verða á það ráöizt. Þessi var afstaða bolsévíkanna rússnesku. En af- staöa burgeisastéttarinnar frönsku var önnur. í raun- inni var aldrei til almennur og alvarlegur ótti við árás af hálfu Þýzkalands meöal frönsku yfirstéttar- innar. Hitler hafði tekizt svo vel að villa á sér heim- ildir, honum haföi tekizt svo vel aö sannfæra frönsku ^ yfirstéttina um þaö, aö hinum tryllta vígbúnaði hans væri ekki stefnt gegn Frökkum, heldur aöeins bolsé- víkum (og þaö var raunar rétt að því leyti, aö hann heföi ráðist fyrst á bolsévíka, ef þeir hefðu ekki verið of vel viðbúnir til þess að slík árás gæti lánazt). Þetta átti vel viö burgeisastéttina frönsku (og ensku). Hún gat vel unað því, aö Þýzkaland kostaöi til þess blóöi og fjármagni aö eyöileggja bolsévism- ann, og sízt sá hún ástæöu til aö búa sig undir þaö aö geta eyöilagt Hitler, sjálfa bjargvættiha gegn bolsévismanum. Nú er þaö alkunna, aö menn streit- ast á móti aö trúa því, sem þeim þykir óþægilegt. Og franska yfirstéttin vildi jafnvel ekki trúa árásarfyr- irætlimum Hitlers, eftir að þaö var orðið flestum öðr- um ljóst, aö hann myndi ráðast vestur á bóginn. En 100

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.