Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 13

Réttur - 01.09.1940, Page 13
sá raunverulegi ótti við þýzka nazismann, sem kann að hafa verið til meðal ráðandi manna Frakklands, var algerlega yfirskyggður af meira eða minna í- myndaðri hræðslu við kommúnismann. Og þeir tóku hiklaust Hitler fram yfir byltinguna. Þessi afstaða skaþaði það ofsóknaræði gegn verka- lýðnum og samtökum hans, sem einkenndi Frakk- land seinustu tíma, klauf þjóðina og eyðilagði varn- armátt hennar og er hér ein höfuðorsökin að því, hvernig fór fyrir Frakklandi. Þrátt fyrir allt þetta hefði hrun Frakklands aldrei orðið meö jaínskjótum hætti og varö, hefðu Þjóð- verjar ekki beitt algerlega nýrri og tímabærri hern- aðartækni, hefðu þeir ekki beitt rússneskri hernaöar- tækni. Því að hernaöaraðferðir þær, sem Þjóðverjar beittu í Póllandi og Frakklandi, eru í rauninni í aöal- atriðum uppfundnar af bolsévíkum. Menn veröa aö muna það, að þegar fyrir 1933, er nazistar kcmast til valda, með öðrum orðum áður en þýzki herinn var til í sinni núverandi mynd, var rússneski herinn skipulagöur í aðalatriðum eftir þeim grundvallar- reglum, er síðan voru notaðar við skipulagningu þýzka hersins. Rússar höfðu þegar fyrir þann tíma skapaö sér hernaöarkenningu, mjög áþekka þeirri, sem Þjóðverjar hafa beitt í þessari styrjöld. Rússar eru orðlagöir fyrir frumleik í hugsun. En þó er það auðvitað miklu síður þetta þjóðareinkenni heldur en hið byltingarsinnaða tímabæra skipulag þar í landi, sem er undirrótin að þeirri hugmynda- auðgi, er kemur fram í hinum margháttuðu tilraun- um bolsévíka, bæði á sviði hemaðar, þjóðfélagsmála og vísinda. Þjóðir í byltingu eru alltaf hugkvæmar og frumlegar. Andi frönsku byltingarinnar var til dæmis undirrótin að hinum nýju hernaðaraðferðum Napóleons, sem gerðu honum fært að sigra mestallt meginlandið. 101

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.