Réttur - 01.09.1940, Page 14
Nú skortir Þjóðverja að vísu ekki frumleik. En auö-
valdskúgun síðari tíma leggst á hann sem farg, þar
eins og í öðrum auðvaldslöndum. Og það er að
minnsta kosti sérstaklega augljóst, að þýzkum naz-
istum er annað betur gefið en frumleikur í hugsun.
Hafa þeir ekki stælt skipulag og baráttuaðferðir verk-
lýöshreyfingarinnar til umbúöa um andstætt inni-
hald? Hafa þeir ekki stælt fimmáraáætlanirnar rúss-
nesku, þó að þeir gerðu reyndar úr þeim fjögraára-
áætlanir? Hafa þeir ekki stælt flestöll kjörorð rúss-
neskra bolsévíka, til þess raunar aö nota þau í lýð-
skrumstilgangi sínum? (Sbr. síðustu ræöu Hitlers).
Þannig mætti lengi telja. Og aö lokum stældu þeir
hernaöarkenningar bolsévíka svo vel, að viö lá, að þeir
gætu unnið styrjöldina á nokkrum vikum. (Þeir
höfðu sérstaklega góö skilyröi til þess aö kynnast
hernaðarkenningum bolsévíka, meö því að margir
þýzkir herforingjar fengu aö starfa meö rússneska
hernum á tímum Weimarlýðveldisins, þegar Þjóö-
verjar máttu ekki hafa nema mjög takmarkaöan her,
sem ekki gat veitt herforingjum þessum verulegt
starfssviö).
Þaö, sem gerði gæfumun þýzkra og franskra her-
foringja, var þetta, aö þeir þýzku þóttust ekki upp
yfir það hafnir, að læra af óvinum sínum. En þegar
Pierre Cot, flugmálaráðherra Frakka, kom frá Moskva
hér á árunum, skýrði franska þinginu frá þeirri ný-
uppfundnu hernaöaraðferö Rússa aö æfa fallhlífar-
hermenn, til þess að láta þá síga til jaröar í ófriði
bak við víglínu andstæöinganna, og lagöi til, að
Frakkar tækju upp þessa hernaöaraöferð, þá. var sú
tillaga bráðfelld í þinginu meö þeirri röksemd, að
slíkt væri ekki annað en bolsévismi.
Hernaðarstyrkur Sovétríkjanna.
Þær spurningar í sambandi við þessa styrjóld, sem
102