Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 15
fjöldi manna ber upp fyrir sjálfum sér meö einna
mestri forvitni og áhuga, snerta afstööu Sovétríkj-
anna. Hvernig stendur á því, aö Þjóðverjar geröu
ekki í fyrrahaust bandalag við vesturveldin og sner-
ust gegn Rússum, í stað þess að gera sáttmála við
Sovétríkin og ráðast gegn vesturveldunum? Hver er
undirrótin að þéirri djarflegu og hugumstóru utan-
ríkismálastefnu, sem Sovétríkin hafa rekið aö undan-
förnu? Hvernig stendur á því, að á vettvangi alþjóða-
stjórnmála virðast Sovétríkin ein geta haft fram allt
þaö, er þeim sýnist, án þess aö nokkurt ríki treystist
til að leggja stein í götu þeirra?
Það hefur verið lítið gert aö því aö skýra þessar
spurningar, og hér skal það ekki gert til neinnar hlít-
ar. Aöeins skal á það bent, aö skýringin á áöurtöld-
um spurningum er fyrst og fremst fólgin í hinum gíf-
urlega hernaðarstyrk Sovétríkjanna.
Af því að slík staöhæfing mun láta ólíklega í eyr-
um sumra manna hér á landi, þar sem sú hugmynd
viröist yfirleitt ríkjandi um Rauöa herinn, aö hann
mundi ekki geta staðizt stafkarlaliði snúning, þá
skulu hér teknar af handahófi nokkrar stuttar til-
vitnanir, til þess að sýna, hvernig sjálfir óvinir Sovét-
ríkjanna, hernað'arsérfræöingar auðvaldsríkjanna,
dæma um Rauöa herinn, þegar þeir tala sín á milli
og skrifa í sérfræðitímarit sín, þar sem ekki er um
þaö aö ræða, aö skapa múgæsingar á þeim grund-
velli, að Sovétríkin séu svo aum hernaöarlega, að þaö
sé leikur einn hverju kotríki aö leggja þau undir sig.
Þýzki hershöföinginn Guderian ritar í hernaöar-
tímaritiö “Militárwissenschaítliche Rundschau”, í
desember 1935:
“Rauði herinn á 10 000 skriödreka, 150 000 trakt-
ora og meira en 100 000 önnur hernaöarleg farar-
tæki, og er hann í þessun efni fremstur allra herja
103