Réttur


Réttur - 01.09.1940, Síða 19

Réttur - 01.09.1940, Síða 19
hersveitum, sem hafa sótt langt inn í landið aftan við víglínu þeirra. Allsstaðar er hinum ráðalausu andstæðingum mætt með skothríð hereininga, sem hafa brotizt gegnum íylkingararma þeirra, eru komnar að baki þeim og ráðast nú á þá. Hringur- inn, sém umkringir þá, þrengist æ meir, þar til andstæðingarnir neyöast að lokum til þess að leggja niður vopnin”. Er hægt að hugsa sér lífrænni lýsingu á því, sem gerðist í sumar í Belgíu og Frakklandi, en þennan greinarstúf, sem skrifaöur er fyrir nokkrum árum? Nazistar hafa sannarlega verið næmir lærisveinar og námfúsir á hernaðarkenningar bolsévíka. Og komi nú enginn meö hinar marghröktu trölla- sögur og kerlingabækur úr Finnlandsstríðinu til þess; að afsanna dóma hernaðarsérfræðinganna, sem til- færð eru hér að framan. Það er mönnum sjálfum fyr- ir beztu að vera ekki aö blekkja sjálfa sig, en vita einhver deili á hinu volduga ríki verkamanna í aust- urvegi, svo að þeir standi ekki uppi eins og álfar út úr hól, þegar söguþróunin sjálf leggur þær sannanir á borðið, sem-enginn getur framar blindazt við. Sov- étríkin eru langöflugasta herveldi heimsins. Þau munu ekki ótilneydd beita hernaðarstyrk sínum í styrjöld. En sanni menn til: Hvor aðilinn sem ósigur bíður í þeirri styrjöld, sem nú er háð, þá munu Sov- étríkin í krafti síns mikla valds ráöa meiru um friö- arskilmála en sjálfur sigurvegarinn. Nýr þáttur styrjaldarinnar. Innrásin í England var aldrei reynd. Ef til vill voru nazistar aldrei undir hana búnir. Ef til vill hafa þeir treyst því, sem ekki sýndist reyndar ólíklegt, að Bretar myndu gefast upp, er Frakkland væri falliö. En Bretland gafst ekki upp. Og eftir fall Frakklands 107

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.