Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 20

Réttur - 01.09.1940, Page 20
hefst nýr þáttur styrjaldarinnar. Það er þáttur hins ótakmarkaða kafbátarhernaðar og lofthernaðar. Meö þvi að ná á vald sitt allri strandlengju Nor- egs, Hollands, Belgíu og Frakklands hafa Þjóðverjar fengið ákjósanlega aðstöðu til þess að reka Lafbáta- hernað á skipaleiðum Breta. Þetta skapar Bretum eitthvert ægilegasta vandamálið í þessari styrjöld, því aö öll lífsvon Bretlands byggist á því að geta viðhald- ið greiðum skipagöngum vestur um haf. Hinsvegar hafa Þjóðverjar getað komið sér upp í herteknu löndunum flugstöðvum, sem eru tilvaldar til loftárása á Bretlandseyjar og sumar naumast steinsnar frá Englandi. Þjóöverjar virðast hafa iátið niður falla í bráð all- ar innrásarfyrirætlanir og ætla aö beita þeirri hern- aðaraðferö að einangra Bretlandseyjar frá umheim- inum með sjóhernaöi og lama hergagnaiðnað þeirra með loftárásum. Þeir sýnast ekki heldur ætla að hika við að beita hinu “algera loftstríði” gegn íbúum landsins. Hinar ógurlegu loftárásir á London og aðrar borgir Englands bera því vitni. Nazistar kalla þetta “refsiaðgerðir” og eru jafnvel farnir að hælast um það, hve mikiu manntjóni þeir valdi með loftárásum sínum. Það er saklaus alþýða manna, sem hér verð- ur að gjalda þyngsta skattinn, eins og alltaf í styrj- öldum auðvaldsins, og þó aldrei eins og nú. Allar skelfingar lofthernaðarins, sem friðarsinnar sögðu fyrir, eru nú fram komnar. Stórborgir eru lagðar í rústir að miklum hluta á eirini nóttu. Mannvirki, sem reist voru með erfiðismunum á mörgum árum, eru jöfnuð við jörðu í einu vetfangi. Mannslíkamir eru sundurtættir í blindri grimmd og enginn greinar- munur gerður á vopnuðum hermanninum og brjóst- mylkingnum. Hér er ávöxtur og rökrétt afleiðing þjóðfélagsskipulags, sem komið er í andstöðu við þró- 108

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.