Réttur - 01.09.1940, Side 22
En í annarri viku desembennánaöar hafa þó ítalir
oröið fyrir öðru áfalli, sem sýnist geta orðiö ennþá
afdrifaríkai’a. Bretar, sem frá því er ítalir sögðu þeim
stríð á hendur í sumar hafa verið mjög í varnarað-
stöðu á Afríkuvígstöðvunum, misst brezka Sómalí-
laríd og látið hrekjast alllangt austur í Egyptaland,
hafa nú byrjað sókn mikla á hendur ítölum við landa-
mæri Líbýu og unnið á þeim stórsigur. Hafa þeir tek-
ið að minnsta kosti 30,000 ítalska fanga og mikið af
ing mun ávallt standa í óbættri þakkarskuld við þá
fyrir það, sem þeir hafa lagt af mörkum til hennar.
Báðar eru þessar þjóðir kúgaðar af álíka staurblind-
um fasisma, og er hinn finnski þó sízt betri. Þær eru
með öðrum orðum sem “lýðræðisþjóöir” álíka skyld-
ar oss Islendingum, nema Grikkir séu þar heldur
fremri. Samt sem áður er mjög svo greinilega gert
upp á milli þessara ágætu þjóða hér á landi, þannig
að segja má, að Grikkir séu nær hundsaðir, ef borið
er saman við afstöðuna til Finna í fyrra. Frá sigrum
þeirra er sagt blátt áfram, eins og þeir væru ekki
annað en sjálfsagður hlutur, og þó verða þeir ekki
vefengdir, þar sem Italir viöurkenna þá sjálfir. Rúss-
ar viðurkenndu þó ekki stafkrók af “sigrum” Finna i
fyrra, sem ekki var von, þar sem þeir gerðust aðeins í
heilabúi “stríðsfréttaritaranna” í Stokkhólmi, Osló,
Kaupmannahöfn og London. Þá er af einhverjum
undarlegum orsökum mjög gert upp á milli Itala og *
Rússa. Itölum er ekki, eins og Rússum í fyrra úthúð-
að sem vandölum og villimönnum, þó að hvorttveggja
gæti verið sannnefni á ráðamenn þeirra, fasistana.
I stríðsfréttunum er skýrt frá ósigrum Itala sem
hversdagslegum hlut, og menn segja góölátlega: “It-
alir hafa alltaf verið slæmir hermenn”, og þar við
situr. — Engum skal láö þó að hann hafi samúð með
finnsku þjóöinni, sízt þó, ef sú samúð beindist gegn
kúgurum hennar, sem sitja í hennar eigin landi. En
gott væri, ef sá munur á afstöðunni til Finna og
Grikkja, sem hér hefur verið lýst, bæri vitni um fram-
farir manna í heiðarleik og skynsamlegri athugun
síðan í fyrra.
110