Réttur - 01.09.1940, Page 24
hægt um þetta mál síöan, og fariö varlegar í aö
grípa pennann fyrr en hann var nokkurnveginn viss
um hvernig brezka setuliðiö vildi aö hann skrifaöi.
Eftir þetta hefur hver ráðstöfunin rekiö ,aöra til
aö koma landsbúum í skilning um aö það eru Bretar
en ekki íslendingar, sem drottna í þessu landi. Öll
gögn og gæði landsins hefur setuliöiö notaö, eins
og sína eign. Flugvellir eru byggöir og viöbúnaöur
haföur til að koma upp flotahöfnum. Lóöir, lendur
og jaröeignir eru teknar án þess aö semja viö eig-
endurna eöa spyrja um verö. Svokallaöir “viöskipta-
samningar” voru gerðir við íslendinga og er helzt
um þá vitaö, aö pundið er hækkaö um 26%, og þann-
ig enn á ný látin fara fram stórvægileg gengislækk-
un íslenzku krónunnar gagnvart gjaldeyri helzta viö-
skiptalandsins. Hefur þetta ásamt uppkaupum setu-
liðsins á ýmsum innlendum neyzluvörum, oröiö mjög
til aö auka dýrtíöina í landinu. Fjölda opinberra bygg-
inga, þar á meöal skóla og sjúkrahús, hefur herinn
iagt undir sig og sezt aö 1 húsnæöi landsmanna.
Landsmönnum er bannaö aö nota hafnir sínar eöa
ganga eftir ströndum lands síns nema eftir reglum
hins erlenda hers og eiga á hættu að skotið sé á þá
ef út af er brugöiö. íslendingum er nú meinaö aö
stunda fiskveiðar á helztu fiskimiöum sínum, og er
lífsafkomu allmikils hluta landsbúa stofnað í beinan
voöa með þeim ráöstöfunum. Slökkt hefur verið á
flestum vitum við strendur landsins og loftskeyta-
tækin tekin úr togurunum. Eftir langt þóf fékkst þó
aö halda þeim, geg-n því aö þau yröu innsigluö og
aðeins notuö í ýtrustu neyð. Tveir íslendingar hafa
þegar veriö teknir höndum af Bretum og fluttir til
Englands, án þess að aðrar sakir væru en aö þeir
höföu eitthvað fiktað við senditæki, en íslenzkir dóm-
stólar fengu ekki aö fjalla um mál þeirra. Þrír aörir
íslendingar, sem komu heim eftir langa dvöl erlend-
112