Réttur - 01.09.1940, Qupperneq 25
is voru sendir sem fangar til Englands, án þess vitaö
væri um nokkrar sakir á hendur þeim. Happdrættis-
miða til ágóða fyrir brezka herinn hefur herstjórn
innrásarmannanna látið selja meðal íslenzkra verka-
manna þvert ofan 1 íslenzk lög. Stór hætta hefur staf-
að af drykkjuskap meðal hermannanna. Ve.r fyrst
gripið til þess ráðs að takmarka áfengissöiu til að
sporna við því, er úr hófi keyrði, en það virðist ætla
að' veröa skammgóður vermir, því nú hefur verið a-
kveðið að taka upp bruggun á áfengu öli til að selja
hermönnunum, og er það gert samkvæmt kröfu frá
stjórn setuliðsins. Er nú fátt eitt talið af öllum þeim
yfirgangi, sem íslenzka þjóðin hefur orðið aö þola af
hervaldi því, sem svipt hefur hana sjálfstæði sínu.
Fjöldi íslenzkra verkamanna hefur verið tekinn í
vinnu viö herbúnað brezka setuliðsins, og hefur þaö
orðið til þess að íslenzkir verkamenn hafa enn slopp-
ið viö hið mikla atvinnuleysi, sem annars myndi hafa
orðið hlutskipti þeirra, eins og í pottinn var búið af
þjóðstjórninni. En mikil óreiða hefur verið á launa-
greiðslum og reglur verkalýðsfélaganna virtar aö vett-
ugi á ýmsa lund, án þess leiörétting hafi fengist.
Öll blöð þjóðstjórnarinnar hafa skriöið i duftinu
fyrir setuliöinu og meira eða minna dregið taum út-
lendinganna gegn íslenzkri alþýöu. Þó hefur Alþýðu-
blaðið gengið lengst, því það hefur í smáu og stóru
gerst málpípa hinna erlendu valdhafa. Er þetta af
almenningi mjög sett í samband viö það, aö auglýs-
ingastjóri blaðsins hefur fengiö í sínar hendur út-
reikning á launagreiðslum setuliðsins, en þetta starf
var áður í höndum verkamannafélagsins “Dagsbrún”,
Hefur félagið þannig verið svift 1—2000 kr. tekjum á
viku og nokkuð á þriöja þúsund sumar vikurnar.
Vita menn, að þetta ætti að vera nægilegt fé til að
kosta útgáfu Alþýöublaösins.
Blöð Sósíalistaflokksins eru einu blöðin sem mark-
113