Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 28

Réttur - 01.09.1940, Page 28
ekki saltaöar nema einar 90 þús. tunnur í þessu mikla aflaári. Ekki veröur meö vissu áætlað hve miklu þjóöin hefur taþaö á síldarvertíöinni í sumar vegna þess aö hún býr viö stjórn, sem er fjandsamleg fólkinu í landinu. En þaö skiptir vafalaust tugum milljóna. Stríðsgróði. Stríðsgróði íslenzkra stórútgeröarmanna hefur ver- iö með fádæmum. Telja má aö hreinn gróöi togara- eigenda sé varla minni en 40 milljónir króna frá stríðsbyrjun. í nóvemberlok höföu innstæöur bank- anna aukist um 52 millj. frá því sem þær voru á sama tíma í fyrra, og hagur þeirra gagnvart útlönd- um batnaö um 56 milljónir kr. Eftir því sem bezt er vitaö hefur “Kveldúlfur” þó ekki greitt skuldir sínar nema aö litlu leyti. Vandinn fyrir stríösgróöamenn- ina er aö ávaxta allt þetta fé. En við því er líka fundiö ráð. Stjórn landsins og Reykjavíkurbæjar er í höndum þeirra. Þessvegna er stríösgróöi þeirra skatt- frjáls og útsvarsfrjáls. í staö þess aö taka útsvör af stríðsgróöanum heíur Reykjavíkurbær tekiö þriggja milljón króna lán hjá eigendum hans og greiöir af því 5—5 V2 % í vexti. Ráðgert er að ríkiö taki einnig stórlán hjá hinum skattfi'jálsu stríösgróöamönnum. Hafa þeir þannig útvegaö sjálfum sér hagkvæman og öi’Uggan mai'kað fyrir fjái’magn sitt á kostnað lands- búa. Verzlunarjöfnuður landsins var oröinn hagstæöur um yfir 50 millj. í nóv. og verömæti útflutningsins á árinu um 115 millj. króna. Eru því horfur á að verzlunarjöfnuður þessa árs verði hagstæður um tals- vert hærri upphæö en allur innflutningurinn hefur numið að jafnaði undanfarin ár. Þessi gífurlegi stríðsgróði verður þess valdandi að framleiðslutækin í sjávarútveginum færast á færri og 116

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.