Réttur


Réttur - 01.09.1940, Side 34

Réttur - 01.09.1940, Side 34
ast viö tilraunum til brottvikninga einstaklinga og heilla félaga til þess að knésetja vinstri öflin og ræna verkamenn forustukröftum sínum. Það má búast við að margar tylliástæður verði fundnar upp til þess aö flæma hin róttæku verklýðsfélög víðsvegar á landinu úr Alþýðusambandinu eða koma í veg fyrir að þau fái upptöku, en jafnframt verði stofnuð klofningsfé- lög, sem meö aðstoð ríkisvaldsins verði veitt einka- leyfi til að starfa og allar brellur notaðar til að fara í kringum það ákvæði sambandslaganna að verka- lýðsfélögin skuli opin öllum verkamönnum í viðkom- andi starfsgrein. En öllum þessum tálmunum, sem lagðar verða í veginn til þess að tefja fyrir því;/að stéttin geti sam- einazt, verður verkalýðurinn að ryðja burt með rétt- um aðferðum og sameiginlegu átaki. Þessvegna verð- ur að leggja áherzlu á, að þar sem svo stendur á, að verkalýðsfélög eru klofin, verði þau sameinuð og að öil verklýðsfélög á Iandinu sameinist í Alþýðusam- bandinu. Landssamband íslenzkra stéttarfélaga heíur þar með lokið hlutverki sínu og verður Iagt niöur um leið og sameiningin í Alþýðusambandinu fer fram. Það verður líka að leggja áherzlu á að öll verkalýðs- félög uppfylli sem bezt allar skyldur sínar við hið nýja Alþýöusamband, svo erfitt veröi að finna nokkra tylliástæðu til að víkja þeim burt. Um leið og félögin ganga inn í Alþýðusambandið verða þau að halda fast fram þeirri kröfu að kallað veröi saman nýtt þing hið bráðasta, sem kosið veröi til, samkvæmt hin- um nýju Iögum; þá fyrst er sameining verkalýðsfé- íaganna á lýðræðisgrundvelli komin til framkvæmda, fyrr ekki. Leggja veröur áherzlu á að ákvæði hinna nýju laga Alþýðusambandsins um fulltrúaráð og fjóröungssam- bönd verði hagnýtt til fullnustu til þess að treysta 122

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.