Réttur - 01.09.1940, Síða 36
að til að sameina verkamenn í hverju verkalyösfélagi
um hagsmunamálin, án tillits til allra flokksbanda
og kenna þeim að gæta þess að láta enga flokkspólit-
iska togstreitu trufla þessa einingu, en gera sér jafn-
framt vel ljóst, að eining stéttarinnar verður því að'
eins tryggð, að “fimmta herdeildin” verði algerlega
einangruð og liðsmönnum hennar engin trúnaðar-
störf falin”.
2. þing Sósíalistaflokksins
var haldið í Reykjavík dagana 17.—21. nóv. Stefna
sú er þingið markaði verður bezt skýrö með því að
birta stjórnmálaályktun þess, sem samþykki; var í
einu hljóði, og fer hún hér á eftir:
“Ályktun
um stjórnmálaviðhorfið og verkefni i'loltksins.
II. þing Sameiningarflokks alþýöu — Sósíalista-
flokksins — lítur svo á, að flokkurinn og stjórn hans
hafi réttilega aldrei hvikað frá þeirri stefnu, er hann
setti sér í upphafi: að sameina alla íslenzka sósíalista
í einn flokk, að sameina verklýðsfélögin og að sam-
eina alla alþýðu landsins og öll framfaraöfl þjóðar-
innar í baráttunni fyrir bættum kjörum, auknum
lýðréttindum, almennum framförum og sjálfstæði
þjóðarinnar. Hefur barátta flokksins fyrir sameiningu
verkalýðsfélaganna nú borið þýöingarmikinn árang-
ur með þeirri skipulagsbreytingu, sem foringjar Al-
þýöuflokksins hafa séð sig neydda til að gera á Al-
þýðusambandinu. Þingið telur að tekist hafi giftu-
samlega að afstýra þeim tilraunum, sem gerðar hafa
verið innan frá og utan frá til að kljúfa flokkinn og
koma honum á kné og samþykkir gerðir floksstjórn-
arinnar í þeim efnum.
En síðan flokkurinn var stofnaöur hafa orðið svo
stórstígar breytingar að algerlega ný viðhorf og ný
124