Réttur - 01.09.1940, Side 37
verkefni blasa viö honum. Starfskráin, sem sett var
á stofnþinginu er því aö sjálfsögöu úrelt í ýmsum
greinum og hlýtur aö endurskoöast rækilega, enda
þótt þau umbótamál, sem þar eru talin, hljóti fram-
vegis eins og hingaö til að vera í fyrstu röð í dæg-
urbaráttu flokksins,
Siöan flokkurinn var stofnaður hafa gerst eftirfar-
andi atburöir: Ný heimsvaldastyrjöld hefur brotist
út og land vort er hertekiö af erlendu setuliöi, en öll
viöskipti landsins viö meginlandiö, sem voru um þaö
bil helmingurinn af öllum viðskiptum viö' önnur lönd
— eru nú meö jöllu úr sögunni. Allir aðrir stjórn-
málaflokkar en Sósíalistaflokkurinn hafa sameinast
í eina afturhaldsfylkingu, sem hefur unniö markvíst
aö því, aö afnema þau réttindi og þær hagsbætur,
sem íslenzk alþýöa hefur aflaö sér á undanförnum
áratugum, nema úr gildi lýðréttindi landsmanna og
ofsækja verkalýöshreyfinguna, jafnframt því sem
þessir valdhafar hafa haft nána samvinnu viö her-
vald þaö, sem svift hefur ísland sjálfstæöi sínu og
aðstoöaö það til aö ná takmarki sínu og ætla sér auð-
sjáanlega aö taka áfram þátt í því að verzla meö
landiö, þegar stórveldin nota þaö sem skiptimynt sín
á milli, eins og England virðist nú gera meö ísland
gagnvart Bandaríkjunum. Verkalýðsfélögin hafa ver-
iö svift samningsfrelsi sínu, hugsanafrelsiö í land-
inu takmarkaö á alla lund og þaö sem eftir er af
ritfrelsinu og málfrelsinu í yfirvofandi hættu. Gífur-
legur stríðsgróöi fárra manna verður þess valdandi
að atvinnutækin safnast á færri og færri hendur,
stórútgeröin veröur óháöari bönkunum og ríkinu en
áöur, sem aftur hefur í för með sér aukinn stétta-
mun og skarpari stéttamótsetningar, jafnframt því
sem vald einkaauövaldsins yfir bönkunum og rikinu
verður fastara og öruggara og betri ráð á því aö
auka hiö opinbera mútukerfi. Samtímis versnar hlut-
125