Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 39

Réttur - 01.09.1940, Page 39
Eins og að undanförnu hlýtur flokkurinn að leggja höfuðáherzluna á starfið í verkalýðshreyfingunni, jafnframt því sem alla möguleika verður að nota tií. að starfa meðal bænda, smáutvegsmanna og annarra millistétta. En flokksmenn verða að gera sér vel ljóst, að skilyröið fyrir því að takast megi að skapa víð- tækt og traust bandalag milli verkalýðsins, bændanna og annarra millistétta, er sterk og sameinuð verka- lýðshreyfing og öflugur verkalýðsflokkur. Heimsvaldastyrjöld sú, sem nú geysar, hlýtur að kveða upp dómsorð yfir auðvaldsskipulaginu og veröa upphaf nýs tímábils sósíalistiskra byltinga. Land vort og framtíð þjóöarinnar er nú samtvinnuð ■ ör- lögum hinna stóru aúövelda Evrópu og Ameríku og verkefni þau, sem bíða íslenzka verkalýðsins snar þáttur þeirra sögulegu átaka, sem verða mun hlut- skipti verkalýösins í þessum löndum. Flokkur vör þarf því að leggja mikla stund á, að ala meðlimi sína upp í anda hinnar sósíalistisku alþjóðahyggju og leggja ríka áherzlu á hið sósíalistiska uppeldi og fræðslu. Öll starfsemi flokksins verður að vera ná- tengd baráttunni fyrir hinum sósíalistisku markmið- um, sem ekki eru lengur fyrst og fremst framtíðar- markmiö, heldur hin eina úrlausn á vandamálurrt nútímans. Flokkurinn verður að gera íslenzkri ai- þýðu ljóst að sósíalisminn fellur henni ekki í skaut sem einhver gjöf frá útlöndum, sigurinn yfir auð- valdinu og framkvæmd sósíalismans getur aðeins örð- ið verk íslenzkrar alþýðu, enda þótt hún í þessu starfi sínu, sé háð þeim skilyrðum, sem fyrir hendi exu í nágrannalöndunum og henni geti aöeins orðiö sig- urs auðið' í samstarfi við verkalýð þessara landa. Og Sósíalistaflokkurinn verður að gera sér Ijóst, aö fram- tíð sósíalismans á íslandi er algerlega undir því kom- in hversu vel hann reynist forustuhluverki sínu vax- inn. 127

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.