Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 42

Réttur - 01.09.1940, Page 42
fara héðan á brott, að stríðinu loknu. Margir eru þeir hér á landi, sem trúnað leggja á yfirlýsingu þessa, Þeir hyggja að þegar þessu stríði lýkur, muni viö taka svipað ástand og varð eftir síðasta heimsstríð, jafnvel að betra muni þá verða fyrir smáþjóðirnar en þá var, ef Bandamenn sigri. íslendingar geti því horft öruggir fram á við. Ýmsir helztu stjórnmála- menn borgaraflokkanna styrkja þjóðina í þessari trú. Þeir minna jafnveí á að Englendingar hafi raunveru- lega ráðiö Islandi bæði í styrjöldum þess á tímum Napoleons og í síðustu heimsstyrjöld, en þó skilað landinu aftur að styrjöldunum loknum. Þaö er skylda hvers íslendings að kryfja til mergj- ar allar slíkar hugmyndir og reyna hið ýtrasta til aö komast að raun um hvers vænta megi og hvað unnt sé að gera til að endurheimta og tryggja sjálfstæði vort, en tryggja þjóðerni vort og menningu alla, uns þjóðfrelsiö er fengið, Hve lengi? Fyrsta spurningin, sem hver íslendingur hlýtur að spyrja, er: Hve lengi verður land vort í hers hönd- um? Má vænta þess aö stjórn Bretlands kalli her sinn héðan á brott að loknu stríði? Og hvað tekur þá við? Til þess að geta gert sér í hugarlund hvaða horf- ur séu í þessum málum, þurfum við aö átta okkur á því hverskonar styrjöld hér er um að ræöa, hvaö taka muni við eftir hana og hvort vænta megi slíkra atburða sem hertökunnar í framtíðinni og hvers vegna. Styrjöld þessi er barátta upp á líf og dauöa milli enska og þýzka heimsveldisins. Og nú upp á síð- kastið er auðséð orðið að Bandaríkin nota sér styrj- öld þessa til að öðlast hernaðarlega yfirdrottnun í Ameríku og neyða enska heimsveldið til aö greiða 130

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.