Réttur


Réttur - 01.09.1940, Side 48

Réttur - 01.09.1940, Side 48
in ráöió því, sem hún þurfti að ráöa á íslandi 1918 —40, án þess að hafa nokkurn hermann þar, — bara með nokkrum utanstefnum bankastjóra og ráð- herra, jafnvel símskeytum til þeirra, — allt af því meginhluti íslenzkra fjármálamanna (og helztu stjórnmálamennirnir voru bara peð í þeirra hendi eða fjármálamennirnir jafnvel aðalstjórnmálamenn- imir sjálfir) var órjúfanlega ánytjaður brezku fjár- málavaldi. Það' þarf ekki nema aö minna á nöfn eins og Magnús Sigurðsson, Richard Thors, Ólaf Thors, Jónas Jónsson, Eysteinn Jónsson, Héðinn Valdimars- son, — svo menn sjái hve náin tengslin hafa verið. í stríðsbyrjun 1939 var því svo komið að valda- mestu klíkur landsins voru algerlega undir áhrifum enska auðvaldsins. Undir þýzkum auðvaldsáhrifum voru aöeins nokkrir æfintýramenn og ofstækisfyllstu auðmenn þeir, er tóku yfirlýsingar Hitlers um kross- ferð gegn kommúnismanum bókstaflega. En eðlilega var til í borgarastéttinni, er lengra dróg frá miðstöö ensku áhrifanna, Landsbankaráðinu, andúð gegn hinni brezku yfirdrottnun, en hennar gætti mjög lítið. Út frá þessum sterku áhrifum ensks auðvalds á ís- landi undanfarin 20 ár og þeirri spillingu, sem þau höfðu rótfest í hópi burgeisanna, verður það' fyrst skiljanlegt hverja afstöðu valdhafar íslands tóku gagnvart hertöku landsins 1940, bæði fyrir hana og eftir. Þann 9. aprílmánaðar 1940 barst ríkisstjórninni bréf frá brezka ræðismanninum, er hann sendi í nafni ríkisstjórnar sinnar. Var bréfið á þessa leið: Brezka aðalkonsúlatið, Reykjavík. Herra ráðherra. Eg leyfi mér að tilkynna yður, að þaö hefur verið 136

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.