Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 53

Réttur - 01.09.1940, Page 53
arblööin í þýlyndinu, að þau reyndu jafnvel aö rægja ÞjóÖviljann við hin brezku heryfirvöld og reyndu aö finna upp átyllu til aö banna útkomu hans. Þaö var .auöséö á allri pólitískri afstöðu burgeisa- stéttarinnar, flokka hennar og blaöa, aö sjálfstæði 9 þjóðarinnar lá henni í léttu rúmi. Hún hugsaöi að- eins um gróöa sinn og stéttarvöld. Og meöan hiö enska auðvald skerti hvorugt, heldur jók stórum á gróðann, en festi yfirstéttardrottnunina í sessi, þá féll allt í Ijúfa löð. íslenzku auðmennirnir og pólitísk- ir fulltrúar þeirra léku einnig undir særandi kring- 'omstæö hertökunnar þjónshlutverk sitt, án þess að 3áta sér bregða. Hjákátlegast var í því sambandi hlutverk Jónasar frá Hriflu. Hann haföi búið sig undir að leika foringj- ann í lokahríö frelsisbaráttunnar viö Dani og stældi nú leiötoga hinnar gömlu sjálfstæðisbaráttu og þótt- ist sérstaklega ætla að veröa þjóöinni annar Jón Sig- urösson. Skoplegur var leikur hans orðinn 1939, þeg- ar hann var að stæla forna andúð gegn Dönum, sem I fyrrum var eðlileg, en út yfir tók þó, þegar hann eft- ir hertökuna hélt áfram að íklæðast frelsisskikkju Danahatarans, þótt hin raunverulega sjálfstæöis- barátta íslendinga alveg óhjákvæmilega hlyti þá að * beinast gegn enska heimsveldinu. Þaö má sannarlega segja um Jónas í samanburði við Jón Sigurðsson það, sem Marx sagði um Napóleon III. í samanburði við Napóleon I., að margt í veraldarsögunni endurtæki sig, en í fyrra skiptið væri þaö harmleikur, í síðara skiptiö skopleikur, er verið væri að stæla glæsilega fyrirmynd undir gerólíkum forsendum og með öfugri útkomu. Jón Sigurðsson haföi á hendi forustu mennta- manna og bænda á íslandi í baráttu við það erlenda vald, er hélt íslandi stjórnarfarslega, fjárhagslega og atvinnulega í viðjum, og bjó hann þjóöina undir að 141

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.