Réttur


Réttur - 01.09.1940, Síða 61

Réttur - 01.09.1940, Síða 61
lands er tilgangurinn fyrir því og verði þeim tilgangi náð með því að ísland sé stjórnarfarslega sjálfstætt að nafninu til, þá fær það að vera það*) Ef það hins- vegar skyldi fara að reyna að nota stjórnarfarslegt frelsi sitt til aö slíta fjárhagsfjötrana og amast við hemaðardrottnuninni, þá fara ljónin aö sýna klærn- ar. — M. ö. o.: stjórnarfarslegt sjálfstæöi íslands ætti aðeins að vera gríman fyrir fjárhagslegt og hemað- arlegt alræði erlendra auðdrottna og þjóna þeirra yf- ir landi og þjóð. — Og það er ekki slikt stjórnarfars- legt sjálfstæði, sem íslenzka þjóðin hefur verið að berjast fyrir. Hún vill sitja frjáls að sínu, frjáls að því að ráðstafa framleiðslu sinni inn á við og út á við, en ekki hafa hér leppstjórn, er hlýði boði og banni í fjármálajöfra í öðrum löndum og herforingja þeirra. Baráttan fyrir fjárhagslegu og fullu pólitísku sjálf- stæði landsins verður því ekki aðeins háð gegn er- lendum auödrottnum og ríkisstjórnum þeirra, heldur og gegn erindrekum þeirra hér innanlands, sem þeir gera þátttakendur í arðráninu á landslýðnum. Braskarar 20. aldarinnar munu standa með hinu erlenda valdi eins og dansklundaðir embættismenn 19. aldarinnar, “vetrarprangarar” einokunartímabils- ins, allflestir stórklerkar í kaþólskum og lúterskum sið og flestir ríkustu höfðingjar síðan á 13. öld hafa veitt erlendu yfirstéttarvaldi lið við undirokun lands og þjóðar. Það er nú og þegar bert hvað verða vill í þessum efnum, Hvar hlýtur þá forustan að verða í hinni nýju sjálf- stæðisbaráttu íslendinga? Þar sem auðvald þess stórveldis, er oss hertekur, og innlendir auðmenn í bandalagi við það veröa óvin- *) Nema að hernaöarlegir hagsmunir heimti meiri íhlutun eins og áður er að vikið að líklegt sé. 149

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.