Réttur - 01.09.1940, Side 62
irnir, sem berjast verSur við til að vinna sjálfstæöið
úr greipum þeirra, þá er það eðlilegt aö harðast verði
sótt fram af þeirri sveit, sem vegna þjóðfélagslegrar *
afstöðu sinnar er knúin til að berjast gegn auðvald-
inu sem eigi hún lífið að leysa. Þessi sókndjarfa sveit
er verkamannastéttin.
Hún er sú stétt, sem auövaldið, erlent sem innlent.
fyrst og fremst lifir á. Allur gróði auðmannastéttar-
innar er fenginn fyrir arðrán á verkamönnum. Verka-
mannastéttin getur ekki leyst sig undan þessu arð-
ráni, nema með því aö afnema eignarétt auömanna-
stéttarinnar á framleiöslutækjunum og til þess að
gera það verður verkalyöurinn að steypa auðvaldinu
af stóli. Þegar svo er komið að þjóðin sem heild er
kúguð af auðvaldi, erlendu og innlendu, þá fær því
verkalýðurinn ekki leyst sjálfan sig sem stétt nema
frelsa alla þjóðina af áþján auövaldsins um leið.
Eins og hið erlenda auðvald togar til sín íslenzku
milljónamæringana og spillir þeim svo, að þeir svíkja
þjóð sína, eins knýr erlenda auðvaldið verkalýðinn til
baráttu við sig, beinlínis út frá stéttarhagsmunum
hans sjálfs. — Þess ber auðvitað að gæta, að vérka-
lýður, sem hefur áttaö sig á gildi vinnuafls síns og
sjálfs sín, lítur ekki á atvinnuna sem neina náðargjöf
frá atvinnurekanda, heldur skoðar hann atvinnuna V
sem tækifæri, er atvinnurekandastéttin notar til aö
græða á verkalýðnum, og atvinnuleysið sem skýrasta
dæmið um öngþveiti og gjaldþrot auömannastéttar-
innar, sem ekki geti einu sinni stjórnaö þjóðfélaginu
þannig lengur, að vinnuafl og framleiðslutæki nýtist
nema að hálfu leyti.
Af öllum stéttum þjóðfélagsins er verkamannastétt-
in sú eina, serti vex að fjölda og samtakastyrk með
þróun auðvaldsins. Vald verkamannanna gagnvart
auðmönnunum verður æ meira, beinlínis fyrir að-
geröir auðmannanna sjálfra. Verkalýðurinn þjappast
150