Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 63
saman, samtökin eflast, og þegar það' bætist svo ofaná
aö verkamenn finna að þeir eru eigi aöeins kúgaöir
sem verkamenn, heldur og sem íslendingar, þá vex
baráttu þeirra ásmegin, því margar stoöir renna þá
undir hana. Áhrif hertökunnar hér á landi eru þegar
farin að verða þessi, sem hér er lýst, — og eru þó að-
eins hin mildari form hennar séð enn sem komiö er.
Áhrifin af hertöku Þjóðverja á Noregi hafa áþreifan-
lega sannað þaö, sem hér er sagt.
Svo eðlilegt, sem þaö er að verkalýöurinn hafi for-
ustuna í þjóöfrelsisbaráttu hverrar undirokaörar þjóö-
ar hjá smáþjóöum þeim, sem sjálfar búa viö auðvalds-
skipulag, en eru undir hrammi stórveldis, — svo aug-
sýnilega sjálfsagt veröur þetta forustuhlutverk verka-
lýösins, þegar litiö er á alþjóðavettvanginn, því þar
liggur þaö 1 augum uppi, aö varanlega veröur frelsi
smáþjóöa ekki tryggt, fyrr en auövaldi allra stórveld-
anna er steypt af verkalýð þeirra eigin landa og und-
irokuöum þjóöum í áhrifasvæöum þeirra.
Þaö tekur vafalaust nokkurn tíma fyrir íslenzka
verkamenn aö átta sig á því forustuhlutverki, sem
stétt þeirra fellur í skaut í þjóöfrelsisbaráttunni nú.
En þetta hlutverk þeirra samsvai'ar því, er bænda-
stéttin haföi á hendi í sjálfstæöisbaráttu vorri á 19.
öld. Bændastéttin fékk á þeirra sókn liöveizlu frá
beztu menntamönnum þjóðarinnar þeirra, er eigi létu
ginnast af mútum yfirstéttarinnar, spillast af atlot-
um hennar eöa hræðast sökum ofsókna hennar. Og
verkamannastéttinni mun nú ekki síöur veröa liö
veitt af beztu kröftum úr stéttum menntamanna,
bænda og millistéttum bæjanna og aö lokum af yfir-
gnæfandi meirihluta þessara stétta.
Þjóöfrelsisbarátta íslendinga mun í hinni nýju
mynd sinni óhjákvæmilega tengjast bræöraböndum
við frelsisöfl í öörum löndum, sem beina baráttu
sinni gegn sama drottni og hún. Væru íslendingar
151