Réttur - 01.09.1940, Blaðsíða 68
ur sýnzt sitt um það, hver höft muni hafa hamlað
skáldinu, gert hann verklausan á stundum, jafnan
seinvirkan og tvílráðan um margt, sem hann reit, og
meinað honum að finna sjálfan sig. Við þær skýring-
ar, sem ég hef séð á því, vil ég bæta einni enn:
Stefna Brandesar hefur að sumu leyti átt illa við
eðli Jóhanns, og sem “natúralisti” er hann ekki laus
við síðalningsmerki, þrátt fyrir útdráttarsama bar-
áttu að forðast þau. Til þess hafa menn tekið, hve
innantómt kvæði Jóhanns til Brandesar er, og þó er
það einmitt eins og vænta mátti, Það tákn er ekki
marklaust um eðli tengslanna með þeim. En til
Ágústs Strindbergs yrkir hann frábært kvæði. And-
stæður voru þeir í lund, og þó hefur Jóhanni fund-
izt líkt og Amesi á fjöllunum: “Það er meiri auðn í
okkar sál”, meiri skyldleikur. Og líf, sem í auðnum
magnaðist, var hjarta hans næst. Hjá heimsmanni í
Höfn varð þetta óhamingjusöm ást og allt of róm-
antísk til þess að geta veriö sískapandi afl í skáldi
undir lögmáli Brandesar. Hinn frjói sonur auðna-
landsins varð ófrjór.
“Ég er botnlaust djúp þrárinnar og veit þó ekki
sjálfur, hvað ég vil”, segir hann í kvæði á dönsku.
“Ég finn storm inni bak viö hrjúfa hvelfingu ennis-
ins”. Sá stormur líkist sandbyl, sem eyðir — og gefur
þó sandjurtunum á eftir mesta sólarhita og fjörefni,
sem nokkur gróður nýtur á íslandi. Sjálfur vill Jó-
hann gjaman vera “fífill einmana í fjalladal”, sem
vorsólin vekur. En henni tekst ekki aö vekja hann.
“Finnurðu ei moldina og morguninn anga?” ”Er
hjarta þitt, fífill frosið?” (Kvæðið Vorið). í paradís-
inni suðrænu við Gardavatn grípur hann hins veg-
ar ofsaleg þrá, og samtímis finnst honum hann
“heyra svo undarlega nærri gný hafsins, sorgarinn-
ar og dauöans”. Það er Skjálfandi, sem vitjar hans úr
bernsku og hrynur í hamslausu brimi yfir sandinn