Réttur - 01.09.1940, Side 78
ur bannfærð sem þjóðarníð og brot gegn velsæminu
og lýðræðisstefnunni og reynt að þegja höíundinn
dauðan.
* I}: *
Við prófarkalestur þessarar ritfregnar berast mér
síöustu rit Menningarsjóðs 1940, fyrri hluti uppreisn-
arsögunnar, vel rituð bók og aðdáanlega þýdd, og
Mannslíkaminn eftir Jóhann Sæmundsson, ekki þjóð-
leg bók, heldur íslenzk, — og virðist þannig gerð, að
við yröum fegnir að fá frá Menningarsjóði marg-
ar slíkar.
Förumenn III. (Sólon Sókrates), eftir Elin-
borgu Lárusdóttur .
Þetta lokabindi sögunnar hefur enn kosti hinna
fyrri og persónur, sem okkur var farið að þykja held-
ur vænt um, eru enn sjálfum sér samkvæmar og
njóta sín allvel, s. s. Andrés malari, Sigrún Einars-
dóttir*), flökkumennirnir allir og þá ekki sízt sjálf-
ur Sólon Sókrates. Um þann mann er einnig nýkom-
in önnur merk skáldsaga, en umræður um hann og 't
samanburður rúmast hér ekki. “Erum við ekki öll
förumenn á þessari jörð?” segir Þórgunnur frá Efra-
Ási, um leið og hún veitir honum nábjargir. ú
Bragarbót er þaö, að sumir fordómar Efra-Ásætt-
arinnar eru látnir fá hnekki í III. bd., og þá fyrst
losnar ættin úr álögum. Aöalúrslit ástleysissögu
hennar eru að ýmsu leyti mjög vel undirbúin, t. d. í
köflunum Skýin þéttast og Hver er hún? En á síð-
ustu stuijdu fatast þar höf. tökin; í kaflanum Nú er
ég alkomin er kveneðli Þórgimnar enn óljóst og hálf-
skapað sem fyrr og karlmennska manns hennar fá-
tækleg. í stað þess kafla hefðu fáein stutt og hörð, en
*) “Eiríksdóttir” var prentvilla í 1. h. þ. á„ ein af
mörgum.
166