Réttur


Réttur - 01.09.1940, Page 79

Réttur - 01.09.1940, Page 79
innfjálg tilsvör veri'ö betri, — og umfram allt laus viö leiöinlegu skýringarnar. Jón Sigurðsson. — Et Iiv i arbejde og kamp. — Páll Eggert Ólason samdi.— Þetta er litla bókin hans Páls um Jón Sigurösson, aöeins 516 bls. í stóru, þéttletruðu 8 bl. broti, Efnið veröur ekki sagt hér í fám orðum, því aö þaö er út- dráttur úr 5 binda verki, sem þjóðkunnugt er. LiÖugt hálft þúsund manna er nefnt þarna á nafn, og eng- inn kafli er laus í reipunum af því, að oflítið sé látiö í þau, fremur ofmikiö til þess aö lesanda veröi fulln- aðargagn aö. Samt vil ég eggja þá, sem telja sér 5 bindi ofviða, á aö lesa þetta yfirlitsrit 1 lotu spjald- anna á milli og vita, hvort stórvirki leiðtogans hverf- ur þeim úr huga þaðan af. Það er ritað á óvenju stór- hreinlegri dönsku, sem a. m. k. þremur Norðurlanda- þjóöum mun falla vel 1 geö. Undarleg örlög eru þaö, að á árinu sem saga frelsishetju ísiendinga er gefin út á ööru því máli, sem flestir skilja með þeim þjóð- um, komast Danir og Norömenn í engu vandaminni baráttu fyrir þjóöartilveru sinni og frelsi en íslend- ingar undir forystu Jóns Sigurössonar. — Þetta mætti einnig minna á, aö lífsstarfi Jóns Sigurðssonar er ekki heldur lokiö hér heima. Björn Sigfússon. 167

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.