Réttur


Réttur - 01.10.1974, Qupperneq 2

Réttur - 01.10.1974, Qupperneq 2
kaupkúgun til að gerast fótaþurrka innrásarhersins á Vellinum, betlandi um að fá að byggja yfir morðingjaherinn frá Víetnam fyrir peninga Water- gatelýðsins í Washington. Og í viðbót við þetta hafa svo ystu hægri menn stjórnarflokkanna hafið áróður fyrir því að fossaafl og orka Islands sé ofur- seld erlendum auðhringasamsteypum um aldur og ævi. Hætturnar af áfram- haldandi setu þessarar ríkisstjórnar fyrir land og þjóð, fyrir alþýðu dagsins í dag og komandi kynslóðir, aukast því með hverjum degi. Verkalýðssamtökin verða að gera sér Ijóst að til þess að hrinda árásum ríkisstjórnarinnar á atvinnu og lífskjör, duga ekki neinar einfaldar vorl1;- fallsaögerðir, svo óhjákvæmilegar sem þær kunna að verða. Braskarastjórnin svarar þeim með verðhækkunum og gengislækkunum og stelur þannig sam- tímis af kaupi starfsstéttanna og verðgildi lífeyris- og atvinnuleysistrygg- ingasjóðanna sem samtökin eiga. Vinnandi stéttirnar verða því með alhliða baráttu sinni að knýja fram ger- breytingu á atvinnu- og verslunarrekstrinum í landinu, niðurskurð á þeirri yfirbyggingu sem hvílir sem mara á alþýðu manna, — það verður að ryðja burt afætuhættinum, óreiðunni og svindlinu í íslensku atvinnulífi, — og þetta allt verður að vera verk vinnandi stéttanna sjálfra. Aðrir gera það ekki. Og alþýða íslands verður að vera reiðubúin að yfirtaka atvinnurekst- urinn sjálf, og reka hann, ef yfirstéttin hótar að hætta, fái hún ekki gróða sinn, óstjórn og óreiðu tryggða á kostnað alþýðu og ábyrgð ríkisins. Yfir- stétt íslands hefur alltaf verið duglegust við að láta allt drabbast niður, sigla öllu í strand. Það væri því ekki í fyrsta sinn, sem alþýðan yrði að taka sjálf til sinna ráða til þess að hindra að þjóðarskútan sökkvi undan ofhleðslu og vegna óreiðu brask-stjórnanna. Verklýðshreyfingin þarf nú öll að skilja sinn vitjunartíma. Geri hún það ekki bregst hún vinnandi stéttum landsins á úrslitastund. ★ ☆ ★ Með þessu hefti Réttar fylgir að vanda í auglýsingaörk efnisyfirlit yfir tvo síðustu árganga, ekki síst fyrir þá sem láta binda hann inn. Það slys varð í heftingu á 2. hefti þessa árgangs að nær var skorið lesmáli en skyldi og er því hætta á að erfitt sé að binda það hefti. Þeir áskrifendur, sem láta binda inn, gætu því fengið annað hefti í staðinn, Ijósprentað og rétt skorið, með því að skrifa eftir því fyrir marslok til ritstjórans, Hrefnugötu 2, Reykja- vík. Verður það þá sent til þeirra. Áskrifendum Réttar hefur fjölgað allmikið á þessu ári og kann Réttur vel- unnurum sínum þakkir fyrir áhuga þeirra og tryggð. En betur má, ef duga skal. Verðhækkanir þær, sem yfir dynja, gera að líkindum óhjákvæmilegt að hækka enn áskriftarverð á næsta ári, en reynt verður að stilla því i hóf að vanda. En aukning áskrifenda er jafn nauðsynleg fyrir því.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.