Réttur


Réttur - 01.10.1974, Síða 3

Réttur - 01.10.1974, Síða 3
Adda Bára Sigfúsdóttir: Almannatryggingar undir stjórn Alþýðubandalagsins Það tímabil, sem Alþýðubandalagið fór með tryggingamál í ríkisstjórn Islands, var sleitulaust unnið að umbótum í þeim mála- flokki. Það fyrsta sem skrifað er í stjórnartíðindin um athafnir vinstri stjórnarinnar eru bráða- birgðalög um flýtingu á gildistöku laga um hækkun tryggingabóta og þá nýjung að þeir lífeyrisþegar, sem ekki hafa aðrar tekjur en tryggingabætur, skuli fá sérstaka uppbót sem kölluð hefur verið tekjutrygging. Þessar endurbætur á lögunum voru gerð- ar í apríl 1971, en áttu ekki að taka gildi fyrr en í ársbyrjun 1972. Upphæð ellilífeyris var við stjórnarskiptin kr. 4.900,00 og annan rétt áttu bótaþegar ekki. Heimilt var þó að hækka lífeyri, ef sveitarstjórn fór þess á leit og greiddi 2A> af uppbótinni. Með setningu bráðabirgða- laganna, hækkaði almennur ellilífeyrir í kr. 5.800,00 á mánuði, hinn 1. ágúst 1971, en lífeyrir ásamt tekjutryggingaruppbót varð kr. 7.000,00. 195

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.