Réttur


Réttur - 01.10.1974, Síða 20

Réttur - 01.10.1974, Síða 20
við fyrsta tækifæri vildu koma þeim fyrir kattarnef. En jafnframt verður þessum nýju sósíalistísku stjórnum að vera ljóst að ein- mitt í byrjunarerfiðleikum vestrænna alþýðu- stjórna getur efnahags- og hermáttur Sovét- ríkjanna verið þeim ómetanlegur bakhjallur. A sama hátt þarf Kommúnistaflokkur Sov- étríkjanna að skilja að með tilkomu sterkra sósíalistískra ríkisstjórna í löndum Vestur- Evrópu, losna Sovétríkin endanlega úr því umsátursástandi, sem þau hafa verið í ára- tugum saman, og þar með gerbreytast allar þœr aðstæður, sem óheppileg áhrif hafa haft á þróun þeirra. V. * Oskadraumur? En er þetta, um valdatöku sósíalista á Vesturlöndum, ekki bara óskadraumur, frómar óskir gamals byltingamanns um að sjá drauma sína rætast? Og munu ekki Bandaríkin strax kæfa slíkar byltingar í fæðingunni? Valdaaðstaða öll er nú breytt Bandaríkj- unum í óhag — og stjórnendur þeirra byrja að gera sér það ljóst. Þau hafa misst hina ótvíræðu forustu, er þau héldu í aldarfjórð- ung, — efnahagslega, þegar dollarinn hrundi úr drottnandi stöðu sinni sem ígildi gulls, — pólitískt, þegar Watergate-hneykslið beraði hyldjúpa spillingu bandarísks stjórn- málalífs, — og hernaðarlega, þegar voldug- asta hervél heims varð að gefast upp við að brjóta fátæka bændaþjóð Víetnam á bak afmr. Og þau taka að örvænta um aðstöðu sína í Vestur-Evrópu. Það er fróðlegt að kynna sér í þessu sam- bandi hvað „Newstveek," hið þekkta borg- aralega, bandaríska tímarit, hefur að segja um þá þróun, sem hér hefur verið rædd, þann 28. október sl. Ekki verður það blað grunað um samúð með sósíalisma. En þar stendur um atburðina í Vestur-Evrópu m.a. þetta: „Fyrir nokkrum mánuðum hefði sú hug- mynd að kommúnistar kæmust til valda í Lissabon, — eða hvar sem væri í Vestur- Evrópu — þótt fáránleg"........... „En nú líta spekingarnir öðru visi á mál- ið. Eftir valdabreytinguna í Lissabon og fall herforingjastjórnarínnar í Aþenu, hefur kommúnistum vegnað vel í sókn í Suður- Evrópu. Kommúnisminn hefur raunveru- lega brotist fram sem voldugt pólitískt afl, — afl, sem öðlast hefur nýja virðingu og meiri almenna hylli en nokkru sinni fyrr." Um aðstöðuna á Italíu segir „Newsweek" „Vikum saman hafa gengið sögur í Róm um að hinn sterki Kommúnistaflokkur Italíu yrði tekinn í samsteypustjórn." „Sjálfstæð afstaða Kommúnistaflokks ltalíu hefur skapað honum gífurlega virð- ingu. Og þar sem ekkert útlit er fyrir varan- lega lausn á hinum stöðugu vandræðum Italíu á stjórnmála- og efnahagssviði, þá virðist það næstum óhjákvæmilegt að Komm- únistaflokkur Italíu fái að lokum opinbera aðstöðu í ríkisstjórn landsins" .... „Kristi- legu demókratarnir hafa næstum því fullnýtt alla aðra samsteypumöguleika. Aður en langt um líður kann svo að fara að þeir verði knúðir til þess að snúa sér til Kfl. ltalíu 212

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.