Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 21

Réttur - 01.10.1974, Side 21
sem einn ]æru leidina (út úr ógöngunum). Ef til vill verða enn þá tvær eða þrjár ríkis- stjórnir að völdum áður en til þessa kemur, en Kommúnistaflokkur Italíu getur nú leyft sér að vona að þegar það gerist, þá verði það samkvæmt eigin skilmálum flokksins.” Ekki er vikuritið bandaríska „Time" (18. nóv.) síður fullt viðurkenningar á ítölskum kommúnistum. Það segir: „Hreinir af hneykslum, hafa kommúnist- arnir reynst dugandi stjórnendur 21 borgar. Nú hafa flestir óvilhallir menn, venjulegir borgarar og stjórnmálamenn, tilhneigingu til að dást að og virða næstum allt í fari ítalskra kommúnista.” Og „Newsweek" er ekki myrkt í máli um að miklar breytingar kunni að vera í aðsigi viðvíkjandi Nato: „Einrœðisstjórnirnar í Lissabon og Aþenu eru horfnar og með þeim hin harðvítuga and-kommúnistastefna, sem gerði þau lönd að stoðum í varnarkerfi Nato. Grikkland er farið úr hernaðarbandalagi Nato og sú alda andúðar gegn Bandaríkjunum, sem yfir landið gengur, stofnar í hættu herstöðvum Bandaríkjanna þar."........ „Hernaðarsérfræðingar Nato eru mjög áhyggjufullir út af þeirri hættulegu öldu hlutleysisstefnu, sem að þeirra áliti sígur nú inn yfir meginland Evrópu." Þó gera Nato-menn sér vissar vonir, þó „illa" fari. „Newsweek" segir um hugmynd- ir „bjartsýnismanna" Nato: „Þó Kommúnistaflokkur Italíu sé enginn vinur Nato, þá segja þeir (bjartsýnismenn Nato E.O.) að bilið milli Kfl. Italíu og Moskvu sé svo breitt að Kfl. ltalíu yrði aldrei verkfæri sovéskrar stjórnmálastefnu." Þá er einnig fróðlegt að heyra hvað „Newsweek" segir um aðstöðu og áhrif Kommúnistaflokks Spánar á Spáni fasism- ans: „Þegar Franco varð veikur sl. sumar, sendu svo að segja allir stjórnmálaleiðtogar á Sþáni, — þar með taldir Carlos Arias for- sætisráðherra og Juan Carlos de Borbon, ríkiserfingi Erancos, — sendiboða á laun til Frakklands til þess að ræða við Santiago Carrillo, hinn útlæga leiðtoga Kommúnista- flokks Sjánar, um fyrirætlanir hans." Santiago Carrillo hefur góð sambönd á Spáni og flokkur hans beitir sér fyrir mjög víðfeðma samfylkingu þar allt til konungs- sinna, embættismanna og liðsforingja. Og „Newsweek" bætir við: „En mikilvægasti bandamaðurinn til að tengjast Kommúnistaflokki Spánar í tóma- rúmi því, sem skapast, er kúgun Francos lýkur, eru framfaraöfl kaþólsku kirkjunnar. Og Carrillo hefur gert það bandalag að hornsteini stjómmálastefnu sinnar. Þessi leið- togi flokksins segir: „Valdið mun koma með hamar og sigð i annarri hendi, en krossinn í hinni.” — „Newsweek" hefur trú á sjálf- stæði flokksforingjans og vitnar í eftirfarandi umsögn kunnugs manns: „Hann hefur kunn- að að laða fram nýja leiðtoga og hann hefur aldrei fórnað flokknum fyrir hagsmuni Sov- étríkjanna. Hann er maður framtíðarinnar." Og ekki virðist vanta hjá „Newsweek" trúna á að þessir kommúnistar geti stjórnað. Um ítalska flokkinn segir það m.a.: „Leið- togar kommúnista ertt reglulega kallaðir til ráða af hálfu ríkisstjórnarinnar, auðvitað ekki oþinberlega, og rætt við þá um mikilvægar pólitískar ákvarðanir. Og hvað borgar- og bæjar-stjórnir snertir, þá stjórnar Kommún- istaflokkur Italíu mörgum mikilvægum borg- um og ein af þeim — Bologna — er af mörgum talin sú borg Evrópu, sem best er stjórnað." Látum hér staðar numið. Það er auðséð að voldug bandarísk blöð búa nú lesendur 213

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.