Réttur


Réttur - 01.10.1974, Síða 27

Réttur - 01.10.1974, Síða 27
tækjum til fyrirsjáanlegs hallareksturs eru því lokaráð — launráð og svikráð gagnvart almenningi og núverandi þjóðskipulagi." 11. sept. 1944: Einar Olgeirsson flytur útvarpsræðu á Alþingi fyrir hönd Sósíalista- flokksins, þar sem hann kynnir þjóðinni ný- sköpunartillögurnar og hvetur til þjóðarein- ingar um málið, myndunar ríkisstjórnar til framkvæmda á nýsköpunartillögunum. Þar er m.a. talað um kaup 20—30 nýrra „diesel- togara af bestu gerð." — Enginn ræðumanna í útvarpsumræðunum ræðir um inneignirnar og notkun þeirra. 14. sept. 1944: Alþýðublaðið telur í rit- stjórnargrein nýsköpunarhugmyndir Einars „skýjaborgir" og ræðu hans dæmi um „hlægilegasta skýjaglópinn og tungumjúkasta hræsnarann, sem sæti hefir átt í sölum Al- þingis." 20. sept. 1944: „Þjóðviljinn" birtir grein þar sem sundurliðað er hve mikið af fram- leiðslutækjum megi kaupa fyrir 500 miljónir króna. (Dollarinn þá 6.50 kr.). 3. okt. 1944: Framsóknarflokkurinn hætt- ir þátttöku í samningum um myndun ný- sköpunarstjórnar, eftir að hafa árangurslaust krafist 10% kauplækkunar hjá verkamönn- um. Einn fremsti foringi flokksins taldi síðan nýsköpunartogarana 30 „gums", sem enginn vissi hvað ætti að gera við. 21. okt. 1944: Nýsköpunarstjórnin tekur við völdum. (Framsókn og 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu). 24. nóv. 1944: Frumvarp um nýbygging- 219

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.