Réttur - 01.10.1974, Síða 30
aukinn réttur heimalands til að vernda og
nytja fiskimið sín að koma til. I samræmi
við þetta tóku æ fleiri ríki að færa einhliða
út fiskveiðilögsögu sína, og höfðu ríki Suður-
Ameríku um það forustu.
A sjöunda áratug þessarar aldar hófst og
fyrir alvöru kapphlaupið um auðlindir þær,
sem fólgnar voru og finnast kynnu í botni
hafsins. Voru þau mál mjög til umræðu á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Var þar
mörkuð sú stefna, að auðlindir þær, sem hag-
nýttar kynnu að verða í framtíðinni á hinu
svonefnda alþjóðahafsbotnssvæði, þ.e. utan
yfirráðasvæða einstakra ríkja, skyldu fyrst og
fremst verða þróunarríkjum til eflingar. En
þá var eftir að ná samkomulagi um víðáttu
þessa svæðis og stjórn þess.
Til undirbúnings þessu verkefni var á veg-
um S.Þ. sett á laggirnar svonefnd hafsbotns-
nefnd, sem starfaði árin 1909 og 1970. Ekki
átti Island fulltrúa í henni. En haustið 1970
ákvað Allsherjarþing S.Þ. að fjölga mjög full-
trúum í nefndinni og auka verksvið hennar
á þann veg, að hún undirbyggi nýja hafrétt-
arráðstefnu, þar sem stefnt yrði að því að
setja alþjóðalög um sem flest mikilvæg at-
riði varðandi hafið og hafsbotninn og auð-
æfi þau öll, lifandi sem lífvana, er þar getur
verið um að ræða. Fengu 86 ríki fulltrúa í
þessari undirbúningsnefnd, og var Island eitt
þeirra.
II.
Starf undirbúningsnefndar, sem fram fór
á allmörgum fundum í New York og Genf
árin 1971—1973 reyndist að vonum erfitt
og tafsamt, þar eð fulltrúar margvíslegra og
gjörólíkra hagsmuna og sjónarmiða áttust
við. Hér verður ekki gerð teljandi grein fyrir
því, sem fram fór á þessum undirbúnings-
fundum, þar eð slíkt yrði alltof langt mál.
Að því er tók til fiskveiðimála varð það brátt
ljóst, að 12 mílna hámarksreglan var á und-
anhaldi og hugmyndin um 200 mílna auð-
lindalögsögu fékk á sig æ fastari mynd og
naut vaxandi fylgis. A undirbúningsfundun-
um voru málin þaulrædd frá öllum hliðum,
og í einstökum atriðum tókst að samræma
sjónarmið nokkuð.
Var það mat Allsherjarþings S.Þ. haustið
1973, að tímabært væri að boða til þriðju
hafréttarráðstefnunnar. Fór fyrsti þáttur
hennar fram í New York dagana 3.—14.
desember 1973, og var verkefnið þar að
ganga frá fundarsköpum og öðru skipulagi.
Næsti áfangi var síðan ráðstefnuhaldið í
Caracas í Venesúela 20. júní til 29- ágúst
í sumar, sem hér verður nokkuð frá sagt.
Hafréttarráðstefnan í Caracas er vafalaust
stærsta og umfangsmesta alþjóðaráðstefna,
sem nokkru sinni hefur verið haldin. Til ráð-
stefnunnar var boðið 149 ríkjum, en það
voru öll þau ríki, sem sjálfstæð eru talin
að mati Sameinuðu þjóðanna. Munu 138 ríki
hafa þegið boðið og sent fulltrúa.
Forseti ráðstefnunnar er Hamilton Amera-
singhe frá Sri Lanka (áður Ceylon), en hann
hafði einnig stýrt undirbúningsfundunum af
mikilli röggsemi og unnið þar ágætt starf.
Þrjár undirnefndir störfuðu á ráðstefnunni
og héldu þær að jafnaði allar fundi sam-
tímis. íslensku fulltrúarnir skipm því með
sér verkum, og sótti hver fundi í sinni nefnd.
Morgun hvern báru þeir síðan saman bæk-
urnar, bæði um atburði gærdagsins og það
sem framundan var.
Fyrsta nefnd fjallaði um lög þau og regl-
ur, sem gilda eiga um Alþjóðahafsbotns-
svæðið svonefnda, sem vera á „sameiginleg
arfleifð mannkynsins" og hagnýtast fyrst og
fremst í þágu þróunarlandanna. Þrátt fyrir
mikla vinnu, sem í það hafði verið lögð á
undirbúningsfundum að gera frumdrög að
222