Réttur - 01.10.1974, Qupperneq 32
yrði að leggja tillögur þessar fram snemma
á ráðstefnunni. Svo varð þó ekki. Margt varð
til tafar, en þó einkum sérhagsmunir og sér-
skoðanir nokkurra strandríkja, svo og stöð-
ug viðleitni Afríkuríkja til að hafa sem allra
víðtækasta samstöðu, enda þótt erfitt reynist
að samræma hagsmuni afrískra strandríkja
og hinna, sem ekki eiga land að sjó. Ymis
þau ríki, sem að vísu telja sig fylgjandi 200
mílna auðlindalögsögu sem meginreglu, gera
kröfu til að eitt og annað fylgi, sem önnur
stuðningsríki 200 mílna eru sum hver algjör-
lega andvíg. Torveldar slíkt það samstarf,
sem nauðsynlegt er milli allra þjóða með
skyld sjónarmið, eigi þess að vera nokkur
von að tillögur um víða auðlindalögsögu nái
fram að ganga. Nokkur ríki Suður-Ameríku
krefjast þess að saman fari 200 mílna auð-
lindalögsaga og 200 mílna landhelgi, en
gegn svo víðri landhelgi er mjög almenn
andstaða. Nokkur ríki, sem eiga landgrunns-
mngur langt út fyrir 200 mílur, gera kröfu
til þess að fá einnig yfirráðarétt yfir slíkum
svæðum. Fleiri sérhagsmunasjónarmið koma
til, sem torvelda samstöðu, og urðu þau til
þess að gera strandríkjahópnum erfitt um vik
og tefja mjög árangur af starfi hans.
Niðurstaðan varð sú, að snemma í ágúst-
mánuði lögðu 9 ríki úr þessum hópi fram
sameiginlegar tillögur um nokkur meginat-
riði hafréttarmála. Að baki þeim tillöguflutn-
ingi stóðu mörg strandríki önnur, sem þó
voru ekki á þeirri stundu reiðubúin að falla
frá sérkröfum sínum. Island og Noregur voru
einu Evrópuríkin, sem stóðu að tillöguflutn-
ingi þessum. Helstu ákvæði þessara tillagna
eru þau, að víðátta eiginlegrar landhelgi
skuli vera 12 sjómílur frá grunnlínum, en
síðan taki við auðlindasvæði strandríkis og
skuli ytri mörk þess ekki vera yfir 200 sjó-
mílur frá sömu grunnlínum. Segir og að
hvarvetna á svæði þessu hafi strandríki full-
veldisrétt (sovereign rights) til að kanna og
nýta auðlindir á sjávar'botni, í jarðdjúpinu
og sjónum þar yfir. Hinsvegar skuli siglinga-
frelsi ríkja innan auðlindalögsögusvæðisins.
Mörg önnur ákvæði eru í frumvarpi þessu,
þótt ekki verði hér talin.
Af undirtektum á ráðstefnunni virðist ljóst,
að hér sé um að ræða tillögur, sem einna
líklegast megi telja að hægt verði að sameina
tvo þriðju þjóða um, enda þótt enn skorti
mjög á að samstaða sé orðin meðal fylgjenda
þessara hugmynda um önnur mikilvæg atriði.
IV.
Eftir að tillögur strandríkjanna 9 höfðu
verið lagðar fram og umræður hófust um
þær, fór að komast nokkur skriður á fisk-
veiðilögsögumálin. Nú brá svo við, að allir
(eða nær allir) þóttust fylgjandi auðlinda-
lögsögu strandríkis í einhverri mynd, en
ýmsir vilja takmarka hana að meira eða
minna leyti, og þeir hörðustu, svo sem Efna-
hagsbandalagslöndin, hyggjast gera hana
lítið annað en nafnið tómt.
Nú voru lögð fram ný skjöl, hvert á fæt-
ur öðru, og báru þau öll þess ljósan vott hve
hugmyndin um víða auðlindalögsögu hefur
náð mikilli fótfestu á ótrúlega skömmum
tíma. Gleggstur vottur þess voru tillögur
þær, sem Sovétríkin og fimm önnur Austur-
Evrópuríki lögðu fram um miðjan ágúst. A
undirbúningsfundinum í fyrra voru fulltrúar
Sovétríkjanna enn þeirrar skoðunar, að al-
menn fiskveiðilögsaga ætti að vera 12 mílur,
en strandríki háð fiskveiðum fengju þó ein-
hver takmörkuð réttindi þar fyrir utan. Nú
féllust þessi sex Austur-Evrópuríki á hug-
myndina um auðlindasvæði, enda sé það þátt-
ur í heildarlausn hafrétrarmála, þar sem
náðst hefði samkomulag um tólf mílna land-
helgi hið mesta, almennt siglingafrelsi, þar á
224