Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 42

Réttur - 01.10.1974, Side 42
Þingmenn Alþýðuflokksins eftir kosningarnar 1934: Fremri röð frá vinstri:Stefán Jóh. Stefánsson, Héðinn Valdimarsson, Haraldur Guðmundsson og Sigurjón Á. Ölafsson. Aftari röð: Páll Þorbjarnarson, Sigurður Einarsson, Finnur Jónsson, Emil Jónsson og Jónas Guðmundsson. skipulagi á allt atvinnulíf þjóðarinnar, samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun, er miðaði að því að tryggja hverjum, sem vinna vill, atvinnu og leggja þannig grundvöll að nýju þjóðskipulagi í anda jafnaðar- og samvinnustefnunnar með fullkomnu lýðræði í stjórnmálum og atvinnumálum, þá bíða hennar sömu örlög og alþýðunnar í þeim löndum, sem nú eru ofurseld ofbeldis- og einræðisstjórn- um auðvaldsins. Fyrir því skorar 12. þing Alþýðusambands Is- lands á flokka þá, sem fara með völdin í landinu, að neyta valdanna til þess að forða alþýðu þessa lands frá þeim örlögum og heitir til þess fulltingi þeirra mörgu þúsunda vinnandi manna og kvenna, sem Alþýðusambandið skipa, og öllu því harðfylgi, er alþýðusamtökin hafa yfir að ráða." Fyrirheitin voru fögur, en illa fór um efndirnar. ,,Skipulagsnefnd atvinnumála" — Rauðka — var sett á laggirnar og vann gott verk, en afturhalds- semi Framsóknar og andúð Jónasar frá Hriflu kom í veg fyr r að nokkuð, sem um munaði, yrði fram- kvæmt. Einn þingmaður Framsóknar orðaði af- stöðu Framsóknar til hinnar róttæku Rauðku svo: ,,Það er best að lofa Rauðku að lifa, en skera allt undan henni." Og svo var gert. Kreppan magnaðist, Kveldúlfur og Allíance voru raunverulega gjaldþrota, atvinnuleysið óx og nas- isminn tók að magnast í Sjálfstaeðisflokknurn, 234

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.