Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 47

Réttur - 01.10.1974, Side 47
væru hinir einu og sönnu lýðræðisflokkar, en allir aðrir ættu eitthvað skylt við einræðil Valdaránsáætlun þessi var ekki eins fjarri þvl að geta heppnast og menn hefðu haldið. Með „hagræðingu" kjósenda flokkanna tveggja fengu þeir samtals 25 þingmenn (af 52) með aðeins 33.9% atkvæða. (Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag fengu 27 þingmenn með 61,6% atkv.). Valdaránstilraunin hafði mistekist. Vinstri stjórnin var mynduð. Alþýðubandalagið hafði i þingkosn- ingunum næstum því náð þeim styrkleik, er Sósíal- istaflokkurinn hafði 1946 og 1949. Það fékk 19.2% atkvæða og 8 þingmenn. En tveir af aðalmönnum Alþýðuflokksins höfðu lýst því svo eindregið yfir fyrir kosningarnar að ekki kærrf til mála að mynda rikisstjórn með hin- um voðalega „kommúnistaflokki" Alþýðubandalag- inu, að þeir ákváðu að hverfa út úr stjórnmálalifinu og verða sendiherrar. En þar sem hér var um að ræða annars vegar harðskeyttasta leiðtoga flokks- ins, Stefán Jóhann, og hinsvegar besta ræðumann hans og einn vinsælasta leiðtoga hans, Harald Guðmundsson, þá var þetta tilfinnanlegt tap fyrir flokkinn. Ofstæki andkommúnismans hafði enn einu sinni le'kið Alþýðuflokkinn grátt. — Og það kom brátt í Ijós. Framsókn settist nú aftur í sinn forna sess og var harðari húsbóndi við Alþýðuflokkinn en nokkru sinni. fyrr. Hann fékk ekki e'nu sinni að skreyta sig með nokkrum fjöðrum alþýðutrygginga sem fyrrum þegar stjórnarsamningurinn var gerður. Það var greinilegt hverskonar flokkur hinn sameinaði Framsóknar- Alþýðuflokkur, sem um var talað í þingkosningunum, myndi verða, ef hann yrði til. I rikisstjórnarsamstarfinu reyndist Gylfi eins tal- hlýðinn Eysteini og hann mun frekast hafa kosið. Aðeins á einu sviði vottaði hjá hinum ráðherranum, Guðmundi I., fyrir sjálfstæði gagnvart Framsókn og kom það ekki til af góðu: Guðmundur I. varð utanríkisráðherra, er vinstri stjórn'n var stofnuð. I þeim samtölum, sem fram fóru um stjórnina höfðum við Finnbogi Rútur talað um það við Hermann að hann tæki utanríkismálin með forsætisráðuneytinu. Hermann var alltaf sjálf- stæðastur í utanríkismálum allra borgaralegra stjórnmálamanna, svo honum var best treystandi til að framfylgja þe'rri ákvörðun Alþingis frá 28. mars 1956 að láta herinn fara, sem einnig var um samið i stjórnarsáttmálanum. En i samningunum gerði Alþýðuflokkurinn það að skilyrði að fá utan- rikismálin. Ég man viðbrögð Finnboga, er okkur barst sú frétt. Hann varð dapur og kvað Guðmund I. nú eiga að fara í þetta og þá yrði málið svikið. — Svo varð og. Guðmundur fékk til þess gott tækifæri og hefði vafalaust gert það hvort sem var. Hann sýndi sig einnig síðar í að reyna að svikja i landhelgismálinu, þó það ekki tækist þá.s) (Honum tókst það hins vegar rækilega 1961). Hann var talhlýðnari Bandarikjamönnum og Ihaldinu en Framsókn. Þótt samvinna væri þvi litil milli ráðherra verk- lýðsflokkanna í vinstri stjórninni, þá var hinsvegar að takast samstarf í verklýðshreyfingunni og var raunverulega skipulagt á Alþýðusambandsþingi i nóvember 1958 (Hannibal forseti, Eggert Þorst. varaforseti). Þá sleit Framsókn stjórnarsamstarfinu fyrirvaralaust. — Og það var í fyrsta skipti sem ráðherrar beggja verklýðsflokkanna töluðu saman sér all r fjórir, er þeir gengu út frá forsætisráð- herra og inn í herbergi utanríkisráðherra, sem var hið næsta við. Framsókn hafði nú enn einu sinni eyðilagt mögu- leika vinstri stjórnar með því að krefjast kaup- lækkunar."* „Stjórn hinna vinnandi stétta" hafði hún sprengt 1938 á gerðardómsmáli. Stjórnarmynd- unartilraunir vinstri flokkanna 1942 hafði hún eyði- lagt á kröfu um kauplækkun.10) Út úr samningunum um nýsköpunarstjórnina haustið 1944 fór hún 3. okt. á kröfu um 10% kauplækkun og bauð þá Ihald- inu tveggja flokka stjórn.11' — Og hið sama hugð- ist hún gera nú. VIST HJÁ BÚRA EÐA BURGEIS Framsókn hafði frá þvi Alþýðuflokkurinn var stofnaður 1916 haft sterk tök á honum sem fyrr er sagt. Tvisvar var gerð uppre'sn gegn þeirri yfirdrottnun, en heldur kusu hægri foringjarnir að kljúfa verklýðshreyfinguna, en að saman stæðu allir sósialistar („kratar" sem „kommar") í einni sjálfstæðri sósialistískri fylkingu. En i desember 1958 var svo kom:ð að einnig hægri „krötum" var nóg boðið. Máske fannst þeim vistin hjá Framsókn vera orðin sem hjá „niskum búra." Þeim fannst þvi líklega sem „flott burgeis" byði, er Ólafur Thors gaf þeim kost á að mynda einir rikisstjórn, hafa 4 ráðherra af 8 þingmönnum og njóta stuðnings Sjálfstæðisflokksins! Það var aldeilis munur og þegið með þökkum. 239

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.