Réttur


Réttur - 01.10.1974, Page 56

Réttur - 01.10.1974, Page 56
Frá landsfundi Alþýðubandalagsins. launafólks um 25%, skert kjör lífeyrisþega, beitt sjómenn kaupránslögum, boðað sam- drátt verklegra framkvæmda og með þessu hafið stórfellda árás á lífskjör vinnandi fólks. Til valda er komin ríkisstjórn, sem sett hef- ur sér að láta ríkisvaldið þjóna einkaauð- magninu og handhöfum þess, íslenskri borg- arastétt. Sú þjónusta byggist m.a. á því að gefa verslunarálagningu frjálsa, skerða launa- kjör og flytja fjármuni til atvinnurekenda, auka hlutdeild einkaframtaksins, en fela rík- isvaldinu að leysa vandamál einkarekstursins, þar sem hann sýnir vanmátt sinn. Jafnframt er hafin sú undanlátsemi við erlent \v\ld, er einkenndi viðreisnartímann: stórframkvæmd- ir hernámsfyrirtækja stjórnarflokkanna, und- anlátsemi í landhelgismálinu og þessa dagana er byrjað að reka áróður fyrir risavöxnum stórframkvæmdum í þágu útlendinga, sem fela í sér að afhenda útlendingum virkjunar- réttindi í íslenskum fallvötnum, en það hefur í för með sér geigvænlega hættu fyrir efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Sumarið 1971 höfnuðu landsmenn forsjá ríkisstjórnar, sem misst hafði trú á sjálfs- forræði íslendinga og beitt ríkisvaldinu í þágu atvinnurekenda gegn hagsmunum vinnandi stétta. Það var fyrst og fremst vegna fylgisaukningar Alþýðubandalagsins að þá tókst að mynda vinstri stjórn, sem tók mið 248

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.