Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 60

Réttur - 01.10.1974, Side 60
HÆKKANIR LANDBÚNAÐARVARA á fyrstu vikum hægristjórnarinnar — frá upphafi stjórnarinnar til 1. desember: Mjólk í 2ja lítra fernum var .. 41,60 nú 65,50 - 59,5 % Rjómi . . 196,00 nú 303,00 = 54,6 — Skyr . . 48,40 nú 91,00 = 88,0 — Smjör . . 200,00 nú 463,00 = 131,5 — Ostur . . 326,00 nú 445,00 = 36,5 — Súpukjöt .. 183,00 nú 301,00 = 64,5 — Læri . . 217,00 nú 341,00 = 57,1 — Kótilettur . . 257,00 nú 388,00 = 51,0 — daginn sem alþingi kom saman. Þá kom á daginn að ekki átti einasta að skerða kjör alþýðu verulega — það átti einnig að taka upp samdráttarstefnu í verklegum fram- kvæmdum. Gerði frumvarpið ráð fyrir um 15% skerðingu verklegra framkvæmda á næsta ári, en að heildarhækkun frá fjár- lagafrumvarpi síðasta árs yrði engu að síður 65%. Um þetta fjárlagafrumvarp sagði Lúðvík Jósepsson í útvarpsumræðum frá al- þingi: Það sem einkennir þetta frumvarp er samdráttur í öllum framkvæmdum og kaup- lækkanir. Geir Gunnarsson vakti athygli á því í ræðu á alþingi að skattar myndu samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu hækka um 9-500 milj. kr., eða um 50 þúsund krónur á hvert manns- barn í landinu. Um sama leyti var tilkynnt að ríkisstjórnin hefði heimilað hækkun út- svara á næsta ári um 10%. Helgina 17. og 18 nóvember voru haldin þing þriggja verkalýðssambanda, sem öll mótmæltu mjög eindregið kjaraskerðingarað- gerðum ríkisstjórnarinnar. í lok nóvember kom sambandsstjrn ASI saman til fundar og mótmælti harðlega árásum stjórnarvalda. I ályktun sambandsstjórnarfundarins kemur m.a. fram að á fyrstu 10 mánuðum ársins hefur framfærsluvísitalan hækkað um 100 st. eða 43%. Fyrirsjáanleg er a.m.k. 20 stiga hækkun á framfærsluvísitölu og verður heild- arhækkunin á einu ári þá um 50%. Enn- fremur segir í ályktuninni að samfara hin- um miklu verðlagshækkunum hafi raun- laun lækkað um 12—20%. Eru síðan raktar ástæður þess að verka- lýðshreyfingin kaus að rifta kjarasamning- um sínum og að allir samningar eru nú laus- ir. Er því heitið að alþýðusamtökin muni stefna að því í næstu kjarasamningum, sem gert er ráð fyrir að hefjist á næstunni, að ná aftur til fulls þeim árangri sem náðist í kjara- samningunum í febrúar sl. Og að lokum skal þess getið í þessum pistli um verðhækkanir, kaupskerðingu og samdráttaraðgerðir íhaldsstjórnarinnar að 252

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.