Réttur


Réttur - 01.10.1980, Page 3

Réttur - 01.10.1980, Page 3
BALDUR ÓSKARSSON: Verðbólgan er ein höfuðgróðalind auðvaldsins í rösk þrjátíu ár hefur auöstéttin á islandi notað gengisfellingar og verðbólgu sem sína helstu gróðalind. Enginn hefur gert eins rækilega grein fyrir þessari svikamyllu valdastéttarinnar og Einar Olgeirsson í hvatningagreinum sínum til verkamanna sem hvað eftir annað hafa birst hér í Rétti. Hann hefur í þessum greinum sínum sýnt fram á hvernig gengisfellingarvopninu var beitt gegn verkalýðnum að undirlagi hins amer- íska valds í mars 1950 og hefur æ síðan verið notað til að rýra lífskjör almennings um leið og auðmenn landsins margfalda verðmæti eigna sinna. Verkalýðssamtökin hafa í þessi þrjátíu ár staðið í stöðugu varnarstríði til að ná sömu kaupgetu tímakaups og gilti árið 1947. í lok hverrar launadeilu hafa brask- arar landsins ævinlega velt kauphækkun- um, sem knúnar voru fram, yfir í verð- lagið og um leið hert á hrunadansi dýr- tíðarinnar. Valdastéttin hefur þannig notað verð- bólguna til að halda niðri lífskjörum al- mennings í landinu, bæði almennum launakjörum en einnig hefur sparifé al- mennings sem braskaramir fá til ávöxt- unar frá bönkunum, brunnið upp í jiessu báli. Þeir tryggingasjóðir sem verkalýð- urinn á íslandi hefur komið á laggimar 195 L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.