Réttur


Réttur - 01.10.1980, Page 21

Réttur - 01.10.1980, Page 21
Kommúnardarnir, með'al hinna síðustu, er vörðust, skotnir niður við múrinn í Luxembourg-garðinum. sem haldið hefur áfram með ótal til- brigðum allan tímann síðan. Auðmannastéttin hafði sýnt það liví- líkt blóðngt villidýr hún varð, er verka- lýður Parísar svipti hana valdinu yfir höf- uðborg Frakklands og Iiélt því valdi í þrjá mánuði. Aðeins í maívikunni 1871, er lo-ks tókst að kæfa uppreisnina í blóði, lét burgeisastéttin drepa um 36.000 menn og konur á götum Parísar - það er þrefalt meira en féll í öllum átökum frönsku byltingarinnar miklu í jok 18. aldar. Og tugir þúsunda kvenna og karlmanna voru send í „Djöflaeyjuna“ og: aðrar dýflissur, þar sem þúsundir kvöldust til bana. I Parísarkommúnunni varð „Inter'- nationalinn“ alþjóðasöngur verkalýðsins, til - og frá því 23. maí 1880 hafa nú í rétt 100 ár verkamenn Parísar farið til Pére- Lac/ía.we-kirkjugarðsins að múrnum, þar sem síðustu kommúnardarnir voru skotn- ir, til þess að minnast þeirra, meðal ann- ars með blóðrauðum rósum. 1905 reis rússneski verkalýðurinn upp eftir að keisarinn hafði 10. janúar látið skjóta á varmarlausa verkamenn, er vorn áleiðis með bænarskjal til keisarans. „B1 óðsunnudagurinn“4 - sem Maxim Gorki lýsti og Stephan G. orti um - varð stefið að blóðugustu öld mannkynssög- unnar - okkar öld. 213

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.