Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 23

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 23
Það var því ekki að undra þó eldur færi um hugi kúgaðrar alþýðu um gerv- allani heim, er bylting alþýðunnar í Rúss- landi 1917 hafði eigi aðeins tekist heldur <>g staðist innrásir frá herjum 14 auð- valdsríkja í fjögur ár og sigrað að lokum með ægilegum fórnum 1921. Það kviknaði von um sigur sósíalism- ans, frelsið af oki auðvalds um gervalla veröld, er það sýndi sig að fyrsta verk- lýðsvald á jörðinni var orðinn raunveru- leiki, sem eigi varð kæfður í blóði hinna kúguðu sem liingað til. I trúnni á að boðskapurinn um vald og sigur verkalýðsins og allra kúgaðra stétta og þjóða ætti erindi til alls hins vinnandi og kúgaða mannkyns, er stundi undir járnhæl voldugra auðdrottna Evrópu - var AIjjjóðasarnband kommúnista stofn- að 1919. Aldrei í veraldarsögunni hefur verið gerð tilraun til að skapa víðfeðmara al- þjóðabræðralag vinnandi og hugsandi manna og kvenna, er sameinast um þá hugsjón að útrýma endanlega úr heimin- um allri stétta- og þjóðakúgun og skapa á jörðinni mannfélög sameignar, jafnréttis og frelsis þessa fyrrum kúgaða fólks. Fram til 1917 hafði boðskapur sósíalismans ver- ið að mestu takmarkaður við Evrópu og Norður-Ameríku. Aldrei liafa verið færðar dýrari fórnir lyrir sigri þessa málstaðar en af þeim næstum lmndrað flokkum kommúnista í flestum löndum heims, er heyja urðu hugsjónabaráttu sína allflestir í banni laganna með lífið að veði og langelsi og pyntingar yfirstéttar ylir höfði sér. Auðvitað gerðu þessir hugsjónamenn sósíalismans, kommúnistarnir, sér ljóst að fyrsta skilyrðið til þess að geta fram- kvæmt þessa hugsjón var að taka ríkis- valdið af yfirstéttinni og beita því gegn henni. Þetta var gert með byltingunni í Rúss- laindi 7. nóvember 1917. Og byltingin í Rússlandi var gerð und- ir hugsanlega erfiðustu aðstæðum til að byggja upp sósíalisma. í fimm ár varð hún að heyja blóðugt borgarastríð og varnarstríð gegn innrásarherjum auð- valds til að lifa af - og það tókst með ægi- legum fórnum. Aðstæðurnar til uppbyggingar sósíal- isma voru hinar erfiðustu: Verkalýður- inn, sem átti að vera á0% íbúanna, ef allt væri með felldu til slíks stórvirkis, var að- eins milli 5-10%, að vísu samsafnaður í stórborgum landsins í stóriðjuverum, en 80-90% þjóðarinnar bændur, mestmegn- is ólæsir og óskrifandi. Það vantaði hina aldalöngu baráttu fyrir lýðréttindum og sköpun löglegxa verklýðsfélaga með ára- tuga baráttu reynslu - eins og til var í V estur-Evrópu. Og svo má ekki gleymast hvað ríkis- vald er — jafnvel í löndum byltingarsinn- aðs verkalýðs, þegar hann fer að munda þetta tvíeggjaða sverð, er yfirstéttir skópu í öndverðu gegn aljjýðu. Ríkisvaldið það er: her, lögregla, leynilögregla, fangelsi, dómarar o. s. frv. — og býr yfir þeim freist- ingum spillingar, sem hinn byltingar- sinnaði kristindómur6 öreiga Rómaveld- is fékk að kenna á, eftir að ríkisvald yfir- stéttar innlimaði hann í sig. Það var því ekki að undra að forvígis- menn byltingarinnar á fyrstu árum henn- ar settu alla von sína á byltingu verka- lýðsins í Þýzkalandi, jiar sem sterkasta verklýðshreyfing Evrópu var fyrir stríð - og allar forsendur fyrir liendi til sósíal- isma, ef forusta og fjöldaflokkur og sam- tök verkalýðsins vildu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.