Réttur


Réttur - 01.10.1980, Side 28

Réttur - 01.10.1980, Side 28
imperialismann og sigraði. - Hjartað sló liraðar og vonirnar risu hærra hjá millj- ónum kúgaðra í nýlendunum og þúsund- um hugsjónamanna auðvaldslandainna við að heyra það nafn. Þessi maður var persónugerfingur kommúnismans, félagi, sem aldrei lét upphefð [forseti Norður- Víetnam) stíga sér til höfuðs, alltaf jafn einlægur og elskulegur við alþýðu manna - ógleymanlegur hverjum, sem hitti hanin þó aðeins væri í nokkrar mínútur. Lát mig svo að síðustu nefna eitt nafn, manns, sem - ef inannkynssagan væri skráð af réttsýni og viti - væri talinn ein- hver mesti mamnkostamaður þessarar ægi- legu aldar - Bram Fisher.10 Hann var af æðstu ættum Búa, laðir hans dómsforseti, afi hans forseti í frjálsu Búa-lýðveldi. Hann tók sjálfur lögfræði og hagfræði- próf í Oxford, varð hæstaréttarmálaflutn- ingsmaður í Suður-Afríku, varði negra og kommúnista, gekk sjállur í Kommúnista- flokk Suður-Afríku, sem stofnaður var 1921. Þegar flokkurinn var bannaður 1950 og verstu ofsóknirnar hófust og leið- togar hans, sem Fisher varði, voru dæmd- ir til lífstíðarfangelsis á djöflaeyjunni Robben Island, þá tók Bram Fisher sjálf- ur við forustu flokksins og er hann 1965 náðist, varði hann sig með frægri ræðu. Var hann dæmdur af fasistastjórn Suður- Afríku í lífstíðarfangelsi á Robben Islaind og dó þar 1975. — Allur svokallaður frami þessa heims: auður, völd, metorð, blasti við þessum manni. Öllu jiessu fórnaði hann, frelsi sínu og lífi líka, til þess að berjast fyrir réttlæti til handa hinum kúguðu og réttlausu — frelsi til handa hinni undirokuðu svörtu jojóð. Þannig mat himn hvíti menntaði há- stéttarmaður skyldu sína sem kommún- isti. Em oft urðu foringjarnir og flokkurinn sarnan að jrola hina ægilcgustu grimmd og næstum útrýmingu af afturhaldsins háifu: Kommúnistaflokkur Indo- nesíu hafði verið stofnaður 1920 af fulltrúa Komin- tern, Hollendingnum Sneevliet, er drepinn var af nasistum 1942. (Indonesía var þá hollcnsk nýlenda.) Um 1960 var sá flokkur einhver hinn voldugasti í Indonesíu og einn stærsti kommúnistaflokkur heims. - Mér standa enn fyrir hugskotssjónum foringi hans, Aiilit, og félagar hans tveir. Við sátum saman á þingi SED í Berlín 1963 (Indonesía - ísland, raðað cftir stafrófsröð). Tveim árum síðar notaði aftur- hald Indonesíu tækifæri - vafalaust í samráði við CIA - til j>css að myrða Aidit og líklega um 500 þúsund annarra kommúnista og setja tugi þúsunda þeirra í fangabúðir, þar scm fjöldi dó og margir eru jrar enn. Látum hér staðar numið við að nefna nöfn, en gleymum ekki þeim milljónum „þegua þagnarinnar", nafmlausu komm- únistanna, sem börðust og féllu fyrir mál- staðinn eða voru kvaldir árum og áratug- um saman í dýflissum auðvaldsins um gervallan heim. Ég gleymi aldrei andlit- inu né útlitinu á portúgölskum komm- únista, sem ég hitti eitt sinn erlendis og var nýkominn út úr 20 ára fangelsisvist hjá jrortúgalska fasistanum Salazar. Qg þeir s’kipta þúsundum, sem þolað hafa jæssar þrautir og ekki gefist upp. Þamnig voru þeir kommúnistar er verð- skulda það najn. Þannig var krafturinn sem hugsjónin gaf þeim. Meðan öllu þessu fór fram héldu auð- mannastéttir Englands og Frakklands og annarra nýlenduvelda uppi blóðstjórn sinni yfir hundruðum milljóna undirok- aðra íbúa nýleindnanna: Afríku, Suður- Asíu o. s. frv. Hver uppreisn var kæfð í blóði og arðránið hert. Undir enskri harðstjórn styttist meðalaldur Indverja um 10 ár. I Kongó, nýlendu Belgíukon- ungs, voru hægri hendur höggnar af öll- um jjeim bændum, sem ekki gátu borgað 220

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.