Réttur


Réttur - 01.10.1980, Síða 31

Réttur - 01.10.1980, Síða 31
Á þessari mynd, tekinni er 2. þing Komintern stóð yfir í Moskvu 1920, má þekkja: [ aftari röð: þriðji frá vinstri Sven Linderot, síðar formaður sænska Kommúnistaflokksins, áttundi Hugo Sillen, siðar og formaður sænska flokksins, en 11. Hendrik og 12. Brynjólfur. í fremri röð eru m. a.: 4. frá vinstri Oscar Samúelson, sænskur kommúnisti, og 6. Willy Múnzenberg, þáv. aðalritari Alþjóða- sambands ungra kommúnista. lögðu áherslu á að berjast yrði gegn kommúnistum, eins og þeir sjálfir sögð- ust gera af öllunr mætti. Var ekkert um þessa inngöngu rætt áður í félögum ASÍ, lieldur var hér af foringjum kratanna höggvið sundur það einingarsamband, sem íslenskur verkalýður þurfti á að lialda - og útilokun hinna kommúnist- ísku félaga hafin. Islenskir kommúnistar höfðu l'ylgst með vaxandi atliygli með byltingunni í Rússlandi ogrísandi heimshreyfingu hins róttæka, byltingarsinnaða sósíalisma, kommúnismanum.10 1920 höfðu þeir Brynjólfur Bjarnason og Henrik Ottósson setið 2. þing Komin- tern í Pétursborg, líklega í boði sænska kommúnistaflokksins. 1921 kom tit í Reykjavík „Byltingin í Rússlandi" eltir Stefdn Pétursson, boð- skapur byltingarinnar miklu barst til ís- lands. Og sama ár vann Alþýðuflokkur- inn fyrsta stórsigur sinn í þingkosningun- um, er Jón Baldvinsson var kjörinn á þing. Um haustið sótti Ólafur Friðriksson, ritstjóri Alþýðublaðsins og einn aðalfor- ingi flokksins, 3. þing Komintem ásamt Ársœli Sigurðssyni. Út af munaðarlaus- um rússneskum dreng, er Ólafur tók að sér til að forða frá hungri og flutti hing- að lieim, hófst „hvíta stríðið" (nóvem- ber17): Afturhald íslenskrar borgarastétt- ar hervæddist í fyrsta sinn, en sósíaldemó- krataleiðtogar settu Ólaf frá Alþýðublað- inu.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.