Réttur


Réttur - 01.10.1980, Síða 51

Réttur - 01.10.1980, Síða 51
Ásgrímur Albertsson: Sameining verkalýðsfélaganna á Siglufirði Minningar frá árunum 1935-1939 Þegar ég kom til Siglufjarðar haustið 1935 var pólitíska ástandið þar hlaðið mikilli spennu. Höfuðvíglína stjómmála- átakanna virtist vera milli Kommúnista- flokksins annars vegar og allra hinna flokkanna ltins vegar. Ágreiningsmál þeirra á milli virtust minni en sameigin- leg ágreiningsmál þeirra og Kommúnista- flokksins. Hörð átök undanfarinna ára, þar sem jaínvel verkamenn börðust við verkamenn höfðu skilið eftir sig djúp sár. Má þar helst nefna hinn svokallaða Dettifossslag, bardaga á bryggjunni á Siglufirði 13. maí 1934, þar sem reynt var að hindra afgreiðslu Dettifoss, sem var í banni Verkalýðssambands Norður- lands. En það afgreiðslubann var lagt á öll skip Eimskipafélagsins til stuðnings verkamönnum á Borðeyri, sem áttu í deilu til að fá nýstofnað félag sitt viður- kennt sem samningsaðila um kaup og kjör. Undirrót svo hörmulegra atburða var klofningur í röðum verkalýðsins. Snörp kaupdeila á Siglufirði þá um sum- arið, þar sem í odda skarst vegna klofinn- ar afstöðu verkalýðsfélaganna, jók mjög á þessa spennu. Svo sem flestum mun kunnugt, sem kynnt hafa sér sögu verkalýðssamtakanna á íslandi, var Alþýðusambandið þannig skipulagt allt fram til haustsins 1942, að 243 l

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.